Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykholt í Reykholtsdal

Reykholtskirkjur

Borgarnes 37 um Hvítársíðu, Bifröst 26 km Húsafell 25 <Reykholt> Þingvellir 90 km um Kaldadal Þingvellir.

Reykholt í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar, sem margir telja merkasta skáld, rithöfund og fræðimann Íslands, en Snorri bjó þar á árunum 1206-1241. Reykholt var skólasetur áratugum saman og þykir merkur kirkjustaður. Náttúrufegurð er þar mikil og jarðhiti er víða í Reykholtsdal, enda er dalurinn talinn stærsta lághitasvæða landsins. Margt er að skoða í Reykholti, þ.á.m. hina fornu Snorralaug, en frá henni liggja jarðgöng til bæjar, og Snorrastofa, sem ætlað er að kynna verk Snorra Sturlusonar. Fornleifarannsóknir hafa verið stundaðar á staðnum, síðast 1998, 1999, 2000, 2001, 2002 og 2003 og margt merkilegt komið í ljós.

Í nágrenni Reykholts er Deildartunguhver, sem talinn er einn vatnsmesti hver í heimi. Tiltölulega stutt er að aka frá Reykholti til Húsafells og í Húsafellsskóg. Á þeirri leið eru Hraunfossar og Barnafoss, sem þykja einstök náttúrsmíð. Í Reykholti er þjónusta og upplýsingar um sögu staðarins.

 

Myndasafn

Í grend

Deildartunguhver
Deildartunguhver er líklega vatnsmesti hver jarðar. Vatnsmagnið er u.þ.b. 180 l/sek. af 98°C heitu vatni, alls 40% alls heits vatns, sem kemur náttúru…
Hraunfossar
Hraunfossar eru líka nefndir Girðingar. Þeir eru meðal fegurstu náttúruperlna landsins, þar sem þeir spýtast undan jaðri Hallmundarhrauns út í Hvítá. …
Húsafell
Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga. Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum. Þarna …
Húsafellskirkja
Húsafellskirkja er í Reykholtsprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Bygging hennar hófst fyrir miðja  20. öldina og hún var vígð 1973. Ásgrímur …
Reykholtskirkja
Reykholtskirkja er í Reykholtsprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Elzta skinnhandrit, sem til er hérlendis, er máldagi Reykholtskirkju frá síð…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )