Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Húsafellskirkja

Húsafell

Húsafellskirkja er í Reykholtsprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Bygging hennar hófst fyrir miðja  20. öldina og hún var vígð 1973.

Ásgrímur Jónsson, listmálari, teiknaði hana en arkitekt var Halldór H. Jónsson. Kristinn Kristjánsson var yfirsmiður. Hún er úr timbri og tekur 60-70 manns í sæti. Hún er ekki sóknarkirkja og er aðallega notuð á sumrin.

Ferðamenn nota hana gjarnan og sækja guðsþjónustur, þegar Reykholtsprestur messar. Húsafell var kirkjustaður fyrrum og katólskar kirkjur þar voru helgaðar Guði, Maríu guðsmóður og heilagri Cecilíu. Útkirkja var í Kalmanstungu. Prestakallið í Húsafelli var lagt niður 1812 og kirkjan þar aflögð.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )