Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Deildartunguhver

Deildartunguhver er líklega vatnsmesti hver jarðar. Vatnsmagnið er u.þ.b. 180 l/sek. af 98°C heitu vatni, alls 40% alls heits vatns, sem kemur náttúrulega upp á yfirborðið í Borgarfirði. Hvergi annars staðar á landinu sprettur upp meira heitt vatn en í Borgarfirði. Mikil gróðurhúsarækt er í Deildartungu og víðar í grenndinni.

Friðað afbrigði af burknanum skollakambi (blechnum spicant) vex við hverinn. Hverinn var virkjaður að fullu til hitaveitu á Akranesi (64 km), í Borgarnesi (34 km) og á nokkrum bæjum á leiðinni.

Mæðiveikinnar, sem herjaði á sauðfé landsmanna um áratugaskeið, varð fyrst vart á Deildartungu og veiking var gjarnan kölluð Deildartunguveikin í upphafi.

Þórir Þorsteinsson, prestur að Deildartungu, og kona hans létust í suðurgöngu á 12. öld og í kjölfarið komu upp hin sögufrægu Deildartungumál vegna arfaskipta. Rituð hefur verið bók um Deildartunguætt (Ari Gíslason og Hjalti Pálsson).

Myndasafn

Í grennd

Reykholt í Reykholtsdal
Reykholt í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar, sem margir telja merkasta skáld, rithöfund…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )