Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skagaströnd. Höfðakaupsstaður

skagastond

Skagaströnd er kauptún á vestanverðum Skaga milli Spákonufells og Spákonufellshöfða, sem gengur í sjó fram. Bærinn stendur við víkina sunnan höfðans. Ekki er getið um sérstakt landnám á Skagaströnd en Þórdís spákona, sem bjó þar á 10. öld, var fjölkunnug og ráðrík. Verzlunar er fyrst getið í heimildum árið 1586 en vafalítið hefur hún hafizt fyrr. Í upphafi einokunarverzlunarinnar árið 1602 varð Skagaströnd löggiltur verzlunarstaður. Þá var talað um að verzla í Höfða og nafnið Höfðakaupsstaður varð til. Nafnið Skagaströnd er líklega tilkomið vegna þess hve erfitt var fyrir dönsku kaupmennina að bera hitt nafið fram. Lítils háttar byggð myndaðist í kringum verzlunina á síðari hluta átjándu aldar og húsum fjölgaði um miðja nítjándu öldina, þegar saltfiskverkun til útflutings hófst þar. Alvöruþéttbýli fór ekki að myndast fyrr en eftir aldamótin 1900, þegar umbætur urðu í útgerð og fiskverkun. Bærinn óx mest um miðja 19. öldina á síldarárunum.

Þá var höfnin stórbætt og síldarbræðsla byggð ásamt tveimur frystihúsum. Íbúum fækkaði verulega, þegar síldin brást og togaraútgerð hófst ekki fyrr en á sjöunda áratugnum.

Meira um Skagaströnd:

Þar er rekin mikil útgerð og höfðu Skagstrendingar frumkvæði að smíði fyrsta íslenska frystitogarans, sem flestir töldu glapræði á þeim tíma. Frystitogararnir hafa að mestu tekið við hlutverki frystihúsanna. Léttur iðnaður er á Skagaströnd og góð verslunarþjónusta. Lengi var sagt að Skagstrendingur hf. útgerðarfélag, hefði komið Skagaströnd á kortið, en hinn íslenski kúreki, Hallbjörn Hjartarson bætti um betur á eftirminnilegan hátt. Veitingahús hans, Kántrýbær, var landsfrægt og hróður þess barst um víða veröld og haldnar voru „kántrýhátíð“ árlega við miklar vinsældir. Einnig rak hann útvarpsstöð sem eingöngu voru leiknar sveitatónlist og þá helst frá mið- og suðurríkjum Bandarríkjanna.

Margt fleira er í boði á Skagaströnd og er þess virði að beygja út af þjóðvegi nr. 1 og heimsækja staðinn. Spákonufellið (646m) setur svip á bæinn. Efst á því er grágrýtishamraborg, Spákonufellsborg, sem staðarmenn nefna gjarnan Borgarhaus. Bezta uppgangan á fellið er að norðanverðu og uppi á Borgarhaus er dagbók í vörðu.

Spákonufellshöfðinn var friðlýstur sem fólkvangur 1980. Hann er lábarinn gostappi úr blágrýti, prýddur stuðlabergi. Gamli verzlunarstaðurinn, Höfðakaupstaður, var rétt við höfðann. Ganga um hann tekur u.þ.b. klukkustund og útsýni ágætt af honum.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 250 km.

Myndasafn

Í grennd

Blönduós
Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt ti…
Hofskirkja
Hofskirkja er í Hólaprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Hof er bær og kirkjustaður á Höfðaströnd,  austan Hofsóss. Þar voru katólskar kirkjur hel…
Kálfshamarsvík
Kálfshamarsvík er norðan við Björg á Skagaströnd. Vitinn á Kálfshamarsnesi var upprunalega byggður  árið 1913 og endurbyggður árið 1939. Samtímis fyrs…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Skagi
Skagi er milli Húnaflóa og Skagafjarðar, u.þ.b. 50 km langur og 30 km breiður. Nyrzt er Skagaheiði, fremur láglend, en sunnar rísa há fjöll og dalir, …
Tjaldstæðið Skagaströnd
Bærinn stendur við víkina sunnan höfðans. Ekki er getið um sérstakt landnám á Skagaströnd en Þórdís spákona, sem bjó þar á 10. öld, var fjölkunnug og …
Vötn á Skaga
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á sína. Þeir, sem ætla að kynnast landinu sí…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )