Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fljótaá

Fljótaá er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Laxveiðin í Fljótaá er mjög breytileg frá ári til árs eða á bilinu 80 í allt að 400, þegar vel árar. Sjóbleikjuveiðin er ein sú besta hér á landi og þó víða væri leytað. Ársaflinn hefur farið yfir 7000 bleikjur. Veiðisvæði Fljótaár er frá stíflu, fyrir neðan Stífluvatn, að Miklavatni. Frárennsli Miklavatns er um Hraunós, gegnum mjótt eyði, til sjávar.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 430 km (42 km styttri um Hvalfjarðargöng), 36 km frá Hofsósi og 24 frá Siglufirði (104 km frá Akureyri um Lágheiði).

Undanfarin sumur hefur einungis verið veitt á flugu í Fljótaánni og öllum laxi sleppt lifandi í ána aftur.

Skeiðsfossvirkjun

Fljótaá
Fljótaá á upptök í fjöllum norð­an­vert á Trölla­skaga, einkum sunnan við Lágheiði. Áin rennur í gegnum Stíflu, sérstæðan dal sem er 2 km að lengd og 1 km að breidd. Dals­mynnið að norð­an­verðu er girt háum hólum, Stíflu­hólum, og hefur áin brotið sér leið í gegnum hólana á 1 km kafla. Þaðan rennur hún í Mikla­vatn og síðan út í Fljótavík. Fljótaá er dragá og er því vatns­magn hennar breyti­legt eftir árstíðum. Vatna­svið mun vera um 110 km2.

Sigl­firð­ingar fengu snemma á öldinni auga­stað á virkjun Fljótaár. Árið 1935 var bæjar­stjórn Siglu­fjarðar heim­ilað að reisa og reka raforku­stöð við Fljótaá og leggja háspennu­taugar til Siglu­fjarðar.

Eftir að RARIK tók við rekstr­inum var ráðist í umfangs­miklar endur­bætur. Nýjum botn­loka var komið fyrir í stíflu 1994, inntak lagfært, ristar endur­nýj­aðar, svo og rafkerfi. Til þess þurfti að tæma forða­lónið. Samhliða þessu var gangráður og rafall í véla­sam­stæðu endur­nýj­aður ásamt ýmsum þétt­ingum og fóðr­ingum fyrir vatns­vélina. Árið 1995 var unnið að umfangs­miklum endur­bótum á Skeiðs­foss­virkjun II, gerðar voru sams konar lagfær­ingar á véla­sam­stæðu og vatnsvél og í Skeiðs­foss­virkjun árið áður. Árið 1996 var Skeiðs­foss­virkjun búin undir fjar­gæslu og fjar­stýr­ingu.

Uppsett afl beggja virkja er 4,8 MW.
Til baka

 

Myndasafn

Í grennd

Fljót og Stífla
Fljót er nyrzta byggðin í Skagafirði austanverðum. Inn úr Fljótavík er Haganesvík og þar inn af er breitt láglendi með stórum lónum. Þar er aðalbyggði…
Miklavatn
Miklavatn er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Hæð þess er jöfn sjávarmáli. Það er 6,6 km² og mesta mælt dýpi er 23 m. Í það rennur Fljótaá,…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )