Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fljótaá

Fljótaá er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Laxveiðin í Fljótaá er mjög breytileg frá ári til árs eða á bilinu 80 í allt að 400, þegar vel árar. Sjóbleikjuveiðin er ein sú besta hér á landi og þó víða væri leytað. Ársaflinn hefur farið yfir 7000 bleikjur. Veiðisvæði Fljótaár er frá stíflu, fyrir neðan Stífluvatn, að Miklavatni. Frárennsli Miklavatns er um Hraunós, gegnum mjótt eyði, til sjávar.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 430 km (42 km styttri um Hvalfjarðargöng), 36 km frá Hofsósi og 24 frá Siglufirði (104 km frá Akureyri um Lágheiði).

Undanfarin sumur hefur einungis verið veitt á flugu í Fljótaánni og öllum laxi sleppt lifandi í ána aftur.

 

Myndasafn

Í grend

Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )