Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fljót og Stífla

kort

Fljót er nyrzta byggðin í Skagafirði austanverðum. Inn úr Fljótavík er Haganesvík og þar inn af er breitt láglendi með stórum lónum. Þar er aðalbyggðin í sumarfögru umhverfi. Sunnar eru Flókadalur og Stífla.

Á veturna er mjög snjóþungt og rigningasamt á sumrin. Talsverð hákarlaveiði og sjósókn var stunduð frá Fljótum fyrrum. Margir bæir fóru í eyði á 20. öldinni. Nokkur jarðhiti er víða (20-70°C). Í Stíflu var gerð uppistaða fyrir Skeiðfossvirkjun, þannig að allur dalbotninn fór undir vatn.

Hólaþyrpingin í neðanverðum dalnum, Stífluhólar, er talið vera framhlaup úr Hvammshnjúk. Sumarfær vegur liggur um Stíflu yfir Lágheiði til Ólafsfjarðar. Siglufjarðarleið hélt uppi áætlun og kemur við í Ketilási á sumrin.

Myndasafn

Í grennd

Fljótaá
Fljótaá er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Laxveiðin í Fljótaá er mjög breytileg frá ári til árs eða á bilinu 80 í allt að 400, þegar vel …
Haganesvík
Haganesvík er fyrrum kauptún í Fljótum við samnefnda vík inn úr Fljótavík. Alfaraleiðin var þarna með   ströndinni og þá var eðlilegt að verzlunarstað…
Siglufjörður
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stær…
Stífluvatn
Stífluvatn er í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 3,9 km², mesta dýpi 23 m og í 97 m hæð yfir sjó. Í   það renna Tunguá, Fljótaá, Húnstaðaá, Húns…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )