Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Siglufjörður

Siglufjörður

Hofsós 58 km <Siglufjörður> Ólafsfjörður 62 km um Lágheiði, 15 km um Héðinsfjarðargöng

Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stærsta mjölverksmiðja landsins. https://is.nat.is/nordurland-kort-1/Þar er síldarminjasafn og síldarhátíðir eru haldnar þar á hverju sumri. Eftir að síldin hvarf í þrjá áratugi, byggðu Siglfirðingar upp öflug fiskvinnslufyrirtæki og útgerð og er atvinnuástand þar gott, en mikil niðursveifla varð þegar síldin hvarf. Ferðaþjónusta er fjölbreytt og áhugavert er að skoða nágrenni Siglufjarðar, s.s. Héðinsfjörður og Siglunes. Skíðaíþróttin er stunduð af miklum krafti og margir beztu skíðamenn landsins eru frá Siglufirði og er aðstaða til að stunda allar greinar íþróttarinnar upp á hið allra bezta.

Siglfirðingar tala oft um tvenn norsk landnám, hið fyrra, þegar Þormóður rammi nam land um aldamótin 900, og hið síðara, þegar Norðmenn gerðu Siglufjörð að síldarhöfuðstað heimsins árið 1903. (Nánar um Siglujörð og síldina sjá áhugaverðir staðir.

Sveitarfélögin Ólafsfjörður og Siglufjörður voru sameinuð í Fjallabyggð árið 2006 eftir að vænta mátti   samgöngubóta milli kauptúnanna. Það var þó ekki fyrr en 2. október 2010, að tvenn göng voru opnuð milli þeirra. Göngin frá Ólafsfirði í Héðinsfjörð eru 6,9 km löng og þaðan til Siglufjarðar eru hin göngin 3,7 km löng. Áætlanir um notkun ganganna voru fremur varfærnar, svo það kom flestum þægilega á óvart, að umferð um þau var verulega meiri en væntingar.

Myndasafn

Í grend

Fljót og Stífla
Fljót er nyrzta byggðin í Skagafirði austanverðum. Inn úr Fljótavík er Haganesvík og þar inn af er breitt láglendi með stórum lónum. Þa ...
Haganesvík
Haganesvík er fyrrum kauptún í Fljótum við samnefnda vík inn úr Fljótavík. Alfaraleiðin var þarna með   ströndinni og þá var eðlileg ...
Héðinsfjörður
Héðinsfjörður er 5-6 km langur og rúmlega 1 km á breidd. Vestan hans er Hestfjall (536m) og að austan   Hvanndalabyrða (624m). Ekkert undirl ...
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja ...
Sídarævintýrið á Siglufirði
Síldin var einhver mesti örlagavaldur í íslenzku þjóðfélagi á 20. öldinni og á henni byggist   nútímaþjóðfélagið. Í kringum aldam ...
Siglunes
Siglunes er nyrzta nesið milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Nesnúpur (581m) rís hvass upp af nokkru   láglendi en inn með firðinum eru h ...
Síldarhátíð á Siglufirði
Á Siglufirði er síldarminjasafn og síldarhátíðir eru haldnar þar á hverju sumri. Þá er sett á svið  síldarsöltun eins og hún gerðist ...
Síldarminjasafnið Siglufirði
Roaldsbrakki (verbúð og fiskverkunarhús) var byggður árið 1907 og dregur nafn af eigendunum, Olav og  Elas Roald frá Álasundi í Noregi. Þei ...
Tjaldstæðið Siglufjörður
Siglfirðingar tala oft um tvenn norsk landnám, hið fyrra, þegar Þormóður rammi nam land um aldamótin 900, og hið síðara, þegar Norðmenn g ...
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra ...
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar
Í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði er varpað ljósi á þjóðlagaarf Íslendinga á lifandi hátt  með myndböndum, hl ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )