Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Siglufjörður

Siglufjörður

Hofsós 58 km <Siglufjörður> Ólafsfjörður 62 km um Lágheiði, 15 km um Héðinsfjarðargöng

Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stærsta mjölverksmiðja landsins. Þar er síldarminjasafn og síldarhátíðir eru haldnar þar á hverju sumri. Eftir að síldin hvarf í þrjá áratugi, byggðu Siglfirðingar upp öflug fiskvinnslufyrirtæki og útgerð og er atvinnuástand þar gott, en mikil niðursveifla varð þegar síldin hvarf. Ferðaþjónusta er fjölbreytt og áhugavert er að skoða nágrenni Siglufjarðar, s.s. Héðinsfjörður og Siglunes. Skíðaíþróttin er stunduð af miklum krafti og margir beztu skíðamenn landsins eru frá Siglufirði og er aðstaða til að stunda allar greinar íþróttarinnar upp á hið allra bezta.

Siglfirðingar tala oft um tvenn norsk landnám, hið fyrra, þegar Þormóður rammi nam land um aldamótin 900, og hið síðara, þegar Norðmenn gerðu Siglufjörð að síldarhöfuðstað heimsins árið 1903. (Nánar um Siglujörð og síldina sjá áhugaverðir staðir.

Sveitarfélögin Ólafsfjörður og Siglufjörður voru sameinuð í Fjallabyggð árið 2006 eftir að vænta mátti   samgöngubóta milli kauptúnanna. Það var þó ekki fyrr en 2. október 2010, að tvenn göng voru opnuð milli þeirra. Göngin frá Ólafsfirði í Héðinsfjörð eru 6,9 km löng og þaðan til Siglufjarðar eru hin göngin 3,7 km löng. Áætlanir um notkun ganganna voru fremur varfærnar, svo það kom flestum þægilega á óvart, að umferð um þau var verulega meiri en væntingar.

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja. og eigandi nat.is:
Gestur Fanndal var fyrsti umboðsmaður land- flugfélaganna sem flugu til Siglufjarðar frá 1955 til 1992. Fyrst Flugsýn, síðan Vængir, Arnarflug og síðast Íslandsflug,

Gestur Fanndal kaupmaður á Siglufirði fæddist í Haganesvík í Fljótum í Skagafirði hinn 10. júlí 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar aðfaranótt 2. desember 1995.
Það þarf ekki að fara langt að lýsa vinátu okkar og Gest Fanndal sem var vinur sem ekki gleymist.

Birgir Steindórsson fæddist í Siglufirði 8. júlí 1950. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 9. maí 1996.Í september 1978 keypti Birgir Aðalbúðina á Siglufirði og sameinaði hana Bókaverslun Hannesar Jónassonar og hóf sjálfstæðan atvinnurekstur. Birgir sinnti margvíslegur félagsstörfum. Hann var stjórnarmaður og síðast formaður Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði. Þá var hann einn aðalhvatamaður að uppbyggingu Síldarminjasafnsins.
Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar 1982-1986 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Siglufjarðarkaupstað.
Undiritaður kynntis Birgi við gerð ferðavísir nat.is

Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).’

Myndasafn

Í grennd

Fljót og Stífla
Fljót er nyrzta byggðin í Skagafirði austanverðum. Inn úr Fljótavík er Haganesvík og þar inn af er breitt láglendi með stórum lónum. Þar er aðalbyggði…
Haganesvík
Haganesvík er fyrrum kauptún í Fljótum við samnefnda vík inn úr Fljótavík. Alfaraleiðin var þarna með   ströndinni og þá var eðlilegt að verzlunarstað…
Héðinsfjörður
Héðinsfjörður er 5-6 km langur og rúmlega 1 km á breidd. Vestan hans er Hestfjall (536m) og að austan   Hvanndalabyrða (624m). Ekkert undirlendi er me…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Miklavatn
Miklavatn er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Hæð þess er jöfn sjávarmáli. Það er 6,6 km² og mesta mælt dýpi er 23 m. Í það rennur Fljótaá,…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Ólafsfjörður
Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð, sem gengur inn úr Eyjafirði. Þar er góð hafnaraðstaða og er fiskvinnsla og útgerð aðalatvinnuvegirnir…
Sauðanesviti
Sauðanesviti var byggður á árunum 1933-1934 og árið 1934 var hljóðvitinn jafnframt tekinn í notkun en hann sendi frá sér þrjú hljóðmerki í þoku og dim…
Sídarævintýrið á Siglufirði
Síldin var einhver mesti örlagavaldur í íslenzku þjóðfélagi á 20. öldinni og á henni byggist   nútímaþjóðfélagið. Í kringum aldamótin 1900 voru teknar…
Siglunes
Siglunes er nyrzta nesið milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Nesnúpur (581m) rís hvass upp af nokkru   láglendi en inn með firðinum eru hinar snarbrö…
Síldarhátíð á Siglufirði
Á Siglufirði er síldarminjasafn og síldarhátíðir eru haldnar þar á hverju sumri. Þá er sett á svið  síldarsöltun eins og hún gerðist fyrr á árum og kl…
Síldarminjasafnið Siglufirði
Roaldsbrakki (verbúð og fiskverkunarhús) var byggður árið 1907 og dregur nafn af eigendunum, Olav og  Elas Roald frá Álasundi í Noregi. Þeir ráku síld…
Síldín kom og síldin Fór, Síldarleitin!!!
"Síldin kemur og síldin fer" Svipull er sjávarafli - góð og slæm síldarsumur skiptust á þótt hin góðu hafi verið tíðari. Eftir lélega síldveiði á áru…
Tjaldstæðið Siglufjörður
Siglfirðingar tala oft um tvenn norsk landnám, hið fyrra, þegar Þormóður rammi nam land um aldamótin 900, og hið síðara, þegar Norðmenn gerðu Siglufjö…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar
Í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði er varpað ljósi á þjóðlagaarf Íslendinga á lifandi hátt  með myndböndum, hljóðupptökum, ljósmy…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )