Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði er varpað ljósi á þjóðlagaarf Íslendinga á lifandi hátt  með myndböndum, hljóðupptökum, ljósmyndum og handritum. Þar gefur að sjá og heyra fólk úr öllum landshlutum kveða rímur, leika á hljóðfæri, syngja tvísöng, fara með barnagælur og þulur, kyrja sálmalög og segja frá tónlistariðkun í heimabyggði sinni.

Þjóðlögin eru mikilsverður þáttur í menningu þjóðarinnar. Þau sýna hvernig hún stytti sér stundir í lífsbaráttunni, gerði sér glaðan dag eða tókst á við sorgir sínar. Þjóðlagaarfurinn er ótrúlega fjölbreyttur og sýnir hversu margbrotin tónlistarmenning okkar Íslendinga var fyrr á tímum.

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði
Árleg þjóðlaghátíð er haldin á Siglufirði fyrstu viku júlímánaðar. Þar koma fram íslenskir og erlendir listamenn auk þess sem fjölbreytt námskeið eru haldin fyrir börn og fullorðna. Hátíðin hlaut Eyrarrósina svokölluðu árið 2005 fyrir einstakt menningarstarf á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar, siglo.is/festival. Netfangið er: festival@siglo.is.

Tónleikar í Þjóðlagasetri
Tónleikar eru í þjóðlagasetrinu á sumrin. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu þess, á siglo.is\setur. Netfangið er setur@folkmusik.is

Sr. Bjarni Þorsteinsson (1861-1938)
Þjóðlagasetrið er í Maðdömuhúsinu svokallaða, en þar bjó sr. Bjarni Þorsteinsson tónskáld og safnaði íslenskum þjóðlögum á árunum 1889-1899. Hann var landsþekkt tónskáld og samdi fjölda einsöngs- og kórlaga sem sungu sig inn í hjörtu þjóðarinnar. Hann hóf að safna íslenskum þjóðlögum um 1880 og eftir 25 ára starf gaf hann út bók sína Íslensk þjóðlög á árunum 1906-1909 en hún hefur að geyma mörg hundruð þjóðlög, bæði úr handritum og munnlegri geymd. Í tilefni af 100 ára útgáfuafmæli þjóðlagasafnsins var Þjóðlagasetrið vígt sumarið 2006.

Bjarni Þorsteinsson starfaði alla tíð á Siglufirði. Auk þess að vera prestur bæjarbúa gerðist hann mikilvirkur stjórnmálamaður á uppgangstímum síldaráranna. Vegna þess hversu mikil áhrif hann hafði á þróun bæjarfélagsins er hann af mörgum nefndur „faðir Siglufjarðar“.

Opnunartími Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar er sem hér segir:

1. júní – 31 ágúst
1. september – 31. maí: fyrir hópa samkvæmt samkomulagi. Sími:869-3398

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar
Norðurgötu 1
580 Siglufjörður
Sími: 467-

Myndasafn

Í grennd

Siglufjörður
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stær…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )