Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Miklavatn

miklavatn

Miklavatn er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Hæð þess er jöfn sjávarmáli. Það er 6,6 km² og mesta mælt dýpi er 23 m. Í það rennur Fljótaá, Brúnastaðaá, Reykjaá og fleiri lækir. Frárennslið er um Hraunaós í gegnum mjótt eiði til sjávar. Mikið er af fiski í vatninu, sjóbleikja og sjóbirtingur.

Lax gengur um það á leið sinni upp í Fljótaá að Skeiðfossvirkjun. Einnig er vatnableikja og urriði í vatninu.

Sjávarfiskar veiðast þar líka, s.s.síld, þorskur, koli o.fl. Fjöldi stanga í vatninu er ekki takmarkaður.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 39o km, 36 km frá Hofsósi og 24 km frá Siglufirði

Myndasafn

Í grennd

Fljótaá
Fljótaá er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Laxveiðin í Fljótaá er mjög breytileg frá ári til árs eða á bilinu 80 í allt að 400, þegar vel …
Haganesvík
Haganesvík er fyrrum kauptún í Fljótum við samnefnda vík inn úr Fljótavík. Alfaraleiðin var þarna með   ströndinni og þá var eðlilegt að verzlunarstað…
Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Ólafsvík
Byggð myndaðist snemma í Ólafsvík, enda góð fiskimið úti fyrir og góð lending. Hafnaraðstaða var bætt mjög um miðja 20. öldina og óx byggðin hratt í k…
Siglufjörður
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stær…
Sléttuhlíðarvatn, Skagafirði
Sléttuhlíðarvatn er í Fellshreppi í austanverðum Skagafirði. Það er 0,76 km², grunnt og í 14 m hæð yfir   sjó. Aðrennsli er um nokkra læki og útfallið…
Stífluvatn
Stífluvatn er í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 3,9 km², mesta dýpi 23 m og í 97 m hæð yfir sjó. Í   það renna Tunguá, Fljótaá, Húnstaðaá, Húns…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )