Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Miklavatn

miklavatn

Miklavatn er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Hæð þess er jöfn sjávarmáli. Það er 6,6 km² og mesta mælt dýpi er 23 m. Í það rennur Fljótaá, Brúnastaðaá, Reykjaá og fleiri lækir. Frárennslið er um Hraunaós í gegnum mjótt eiði til sjávar. Mikið er af fiski í vatninu, sjóbleikja og sjóbirtingur.

Lax gengur um það á leið sinni upp í Fljótaá að Skeiðfossvirkjun. Einnig er vatnableikja og urriði í vatninu.

Sjávarfiskar veiðast þar líka, s.s.síld, þorskur, koli o.fl. Fjöldi stanga í vatninu er ekki takmarkaður.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 39o km, 36 km frá Hofsósi og 24 km frá Siglufirði

Myndasafn

Í grennd

Fljótaá
Fljótaá er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Laxveiðin í Fljótaá er mjög breytileg frá ári til árs eða á bilinu 80 í allt að 400, þegar vel …
Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Ólafsvík
Byggð myndaðist snemma í Ólafsvík, enda góð fiskimið úti fyrir og góð lending. Hafnaraðstaða var bætt mjög um miðja 20. öldina og óx byggðin hratt í k…
Siglufjörður
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stær…
Sléttuhlíðarvatn, Skagafirði
Sléttuhlíðarvatn er í Fellshreppi í austanverðum Skagafirði. Það er 0,76 km², grunnt og í 14 m hæð yfir   sjó. Aðrennsli er um nokkra læki og útfallið…
Stífluvatn
Stífluvatn er í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 3,9 km², mesta dýpi 23 m og í 97 m hæð yfir sjó. Í   það renna Tunguá, Fljótaá, Húnstaðaá, Húns…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )