Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sléttuhlíðarvatn, Skagafirði

Sléttuhliðavatn

Sléttuhlíðarvatn er í Fellshreppi í austanverðum Skagafirði. Það er 0,76 km², grunnt og í 14 m hæð yfir   sjó. Aðrennsli er um nokkra læki og útfallið fer um Langalæk til Hrolleifsár. Í vatninu er uppalningur, bæði bleikja og urriði, fremur smár.

Á landnámsöld bjó um skeið í Hrolleifsdal Hrolleifur mikli og Ljót, móðir hans. Hún var göldrótt og ill viðskiptis. Hrolleifur var gerður útlægur úr Skagafirði. Hann fór að Ási í Vatnsdal, framdi yfirgang í veiðiskap og vó Ingimund gamla, sem segir í Vatnsdælasögu.  Á 16. öld bjó í Felli séra Hálfdán Narfason. Hann var talinn einhver mesti galdramaður landsins um sína daga.

Veiðikortið:

Handhafar Veiðikorts er leyfilegt er að veiða frá kl. 8 til kl. 20 eða í samráði við landeiganda (veiðivörð)

Veiðitímabilið hefst 1. maí og lýkur því 20. september. Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Magnús Pétursson á Hrauni, s: 453-7422 eða 894-4402.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 360 km og 21 km frá Hofsósi.

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Haganesvík
Haganesvík er fyrrum kauptún í Fljótum við samnefnda vík inn úr Fljótavík. Alfaraleiðin var þarna með   ströndinni og þá var eðlilegt að verzlunarstað…
Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Rafmagnsveitur ríkisins RARIK ferðast og fræðast
Hlutverk RARIK er að afla, flytja, dreifa og selja orku, og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun og   farsæld í landinu. Rafmagnsveitur ríkisins, R…
Siglufjörður
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stær…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )