Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stífluvatn

Veiði á Íslandi

Stífluvatn er í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 3,9 km², mesta dýpi 23 m og í 97 m hæð yfir sjó. Í það renna Tunguá, Fljótaá, Húnstaðaá, Húnstaðalækur, Stórilækur og fleiri lækri. Fljótaá rennur úr því til norðurs. Stífluvatn er uppistöðulón fyrir Skeiðfossvirkjun. Það var bæði minna og lægra áður en það var stíflað. Mikið er af góðum silungi í vatninu, eingöngu vatnableikja, uppalningur á heimaslóðum. Hún getur orðið allt að 6 pund.

Ágætisberjaland er kringum vatnið. Það er sumarfagurt í Stíflu, gróður þroskamikill og litsterkur og miðnætursólin við hafsbrún.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 400 km.

angling.is - angling in Iceland - Veiðivötn

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )