Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stífluvatn

kort

Stífluvatn er í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 3,9 km², mesta dýpi 23 m og í 97 m hæð yfir sjó. Í  angling.is - angling in Iceland - Veiðivötn það renna Tunguá, Fljótaá, Húnstaðaá, Húnstaðalækur, Stórilækur og fleiri lækri. Fljótaá rennur úr því til norðurs. Stífluvatn er uppistöðulón fyrir Skeiðfossvirkjun. Það var bæði minna og lægra áður en það var stíflað. Mikið er af góðum silungi í vatninu, eingöngu vatnableikja, uppalningur á heimaslóðum. Hún getur orðið allt að 6 pund.

Ágætisberjaland er kringum vatnið. Það er sumarfagurt í Stíflu, gróður þroskamikill og litsterkur og miðnætursólin við hafsbrún.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 400 km.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Fljót og Stífla
Fljót er nyrzta byggðin í Skagafirði austanverðum. Inn úr Fljótavík er Haganesvík og þar inn af er breitt láglendi með stórum lónum. Þar er aðalbyggði…
Fljótaá
Fljótaá er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Laxveiðin í Fljótaá er mjög breytileg frá ári til árs eða á bilinu 80 í allt að 400, þegar vel …
Lágheiði
Lágheiði (209m) er sumarfjallvegur milli Stíflu og Ólafsfjarðar. Hún er tiltölulega lágur og gróinn dalur. Vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla og síðar gö…
Siglufjörður
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stær…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )