Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hofsós

Hofsós

Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta og sjást leifar þessarar löngu verslunarsögu í Pakkhúsinu. Pakkhúsið var byggt 1772 úr innfluttum viði frá Danmörku á tímum dönsku einokunarverslunarinnar.

Þar er Vesturfarasetrið margrómaða, sem svo sannarlega er vert að skoða. Góðir, snyrtilegir veitingastaðir í gömlum stíl eru á Hofsósi og hafa allar byggingar þar verið gerðar upp, flestar í upprunalegri mynd, og minnir staðurinn á skemmtilegt byggðasafn og er vel þess virði að eyða hálfum, eða heilum, degi þar í rólegheitum.

Grafarós við ósa Grafarár, skammt sunnan Hofsóss, var verzlunarstaður frá 1835 til 1915, hinn mesti við Skagafjörð. Þarna eru friðlýst tóttarbrot uppi á hæð. Staðarbjörg utan Grafaróss eru stuðlabergssyrpa niðri við sjó.

Kolkuós (Kolbeinsárós), alllangt sunnan Hofsóss utan mynnis Hjaltadals, var meðal helztu hafna landsins á miðöldum og jafnframt höfn Hólastóls. Samkvæmt Landnámu komu hross fyrst á land á Íslandi í Kolkuósi.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 340 km .

Myndasafn

Í grennd

Grafarkirkja
Grafarkirkja er í Hofsósprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Gröf er innsti bær á Höfðaströnd, skammt sunnan Hofsóss. Þar var bænhús í katólskum si…
Hólar í Hjaltadal
Skólasetur og kirkjustaður í Hjaltadal. Um 1100 átti Illugi Bjarnason prestur jörðina. Þá var ákveðið, að  biskupsstóll skyldi settur á Norðurlandi, e…
Kolkuós
Kolkuós (Kolbeinsárós) var meðal helztu hafna landsins á miðöldum og jafnframt höfn Hólastóls. Samkvæmt Landnámu komu hross fyrst á land á Íslandi í K…
Miklavatn
Miklavatn er í Holtshreppi í Fljótum, Skagafjarðarsýslu. Hæð þess er jöfn sjávarmáli. Það er 6,6 km² og mesta mælt dýpi er 23 m. Í það rennur Fljótaá,…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Pakkhúsið á Hofsósi
Pakkhúsið á Hofsósi er meðal elztu húsa sinnar tegundar á landinu. Það er stokkbyggt bjálkahús með  háu skarsúðarþaki. Húsið kom hingað árið 1777 á ve…
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Tjaldstæðið Hofsós
Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta og sjást leifar þessarar löngu verslunarsögu í Pakkhúsinu. Pakkhúsið var byggt 1772 úr innfluttum…
Vesturfararsetrið Hofsósi
Annað land – Annað líf! Vesturferðir Íslendinga 1870 – 1914. Í Vesturfarasetrinu á Hofsósi er margþætt og lifandi starfsemi. Í húsinu er fræðandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )