Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kolkuós

Kolkuós (Kolbeinsárós) var meðal helztu hafna landsins á miðöldum og jafnframt höfn Hólastóls. Samkvæmt Landnámu komu hross fyrst á land á Íslandi í Kolkuósi.

Húsin, sem enn standa á staðnum og ætlunin er að gera upp, eru íbúðarhús frá 1903 og sláturhús frá   1913. Þarna eru margar minjar, bæði í sjó og á landi, sem áætlað var að rannsaka á fyrri hluta 21. aldar. Einnig er áætlað að kanna gildi verzlunarstaðarins fyrir samfélagið og efnahagslífið á fyrri öldum. Til þess að gera þennan draum að veruleika var sjálfseignarstofnun sett á laggirnar og markmið hennar er einnig að vekja athygli á verzlunarsögu Kolkuóss og hefja þar hrossarækt á ný. Í stjórn félagsins eru Valgeir Þorvaldsson, forstöðumaður Vesturfarasetursins á Hofsósi, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og Skúli Skúlason, skólameistari Hólaskóla. Leitað verður stuðnings margra við verkefnið og síðan stofnað sérstakt vinafélag Kolkuóss.

Myndasafn

Í grend

Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Hringvegurinn á 6-10 dögum
Á eigin vegum hringvegurinn á 6-10 dögum. Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á ba…
Sögustaðir Norðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )