Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hindisvík á Vatnsnesi

Hindisvík er nyrzti bær og fyrrum prestsetur á Vatnsnesi. Þetta eyðibýli stendur undir sléttu klettaþili á  sléttu túni við samnefnda vík. Úti fyrir skeifulaga víkinni eru eyjar og sker og útsýni er vítt til Stranda. Óvíða eru stærri selalátur, sem hafa verið friðlýst lengi, enda er selurinn tiltölulega spakur. Hindisvík var mikil hlunnindajörð og þar var verzlunarstaður 1924.

Séra Sigurður Norland (1885-1971), kenndur við Hindisvík, þjónaði Tjarnarprestakalli 1923-55. Hann var sérkennilegur á ýmsan hátt og tungumálamaður mikill, m.a. sat hann í Háskólanum nærri áttræðu til að endurhæfa sig í hebresku og grísku. Hann var hagmæltur og orti m.a. vísur að íslenzkum hætti á ensku. Ljóðabókin „Nokkur kvæði og vísur” kom út 1965. Hann vildi að Hindisvík yrði að höfn og þéttbýlisstað og varði nokkru fé til að gera þennan draum sinn að veruleika.
Séra Sigurður keypti Hindisvík af móður sinni Helgu Björnsdóttur vorið 1919. Hann fékk veitingu fyrir prestakallinu Tjörn á Vatnsnesi í lok árs 1922.

Hestamennsku hans er við brugðið og Hindisvíkurkynið, sem hann ræktaði varð alþekkt.
Sigurður Norland (16. mars 1885 – 27. maí 1971) frá Hindisvík á Vatnsnesi var frumkvöðull í náttúruvernd á Íslandi. Hann var prestur í Tjarnarprestakalli en kaus að búa í Hindisvík.

Myndasafn

Í grennd

Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Íslenski hesturinn
Íslenski hesturinn er að mestu kominn frá Vestur-Noregi og líklega Norður-Bretlandi og Hebrideseyjum. Allir, sem lögðu leið sína til Íslands til landn…
Kolkuós
Kolkuós (Kolbeinsárós) var meðal helztu hafna landsins á miðöldum og jafnframt höfn Hólastóls. Samkvæmt Landnámu komu hross fyrst á land á Íslandi í K…
Tjarnarkirkja á Vatnsnesi
Tjarnarkirkja er í Breiðabólstaðarprestakalli í Húavatnsprófastsdæmi. Tjörn er bær, kirkjustaður og   fyrrum prestssetur utarlega á vestanverðu Vatnsn…
Vatnsnes
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Láglendi er lítið, einna mest á  vesturhlutanum, þar sem byggðin er aðallega. Hringvegurin…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )