Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Íslenski hesturinn

Hestar

Íslenski hesturinn er að mestu kominn frá Vestur-Noregi og líklega Norður-Bretlandi og Hebrideseyjum. Allir, sem lögðu leið sína til Íslands til landnáms völdu beztu gripi sína til að taka með sér.  Hesturinn varð oftast útundan í fóðrun í harðærum, því að kjötið var ekki borðað, og varð því að bjarga sér sjálfur. Þetta þýddi, að aðeins harðgerðasti kjarninn lifði. Erfitt er að ímynda sér, að aðrar hestategundir heimsins þyldu slíka meðferð. Mikill munur var og er á aðstöðu fyrir hesta á Norður- og Suðurlandi. Sunnanlands fá hestar í holhnúska vegna bleytutíðar og hvassviðris og eru oft ónothæf þess vegna.

Hesturinn var áburðar- og reiðdýr og hestvögnum fór ekki að bregða fyrir fyrr en á 20. öld. Hann var notaður í landbúnaði fram yfir síðari heimsstyrjöldina. Fjöldi hesta á landinu árið 1950 var u.þ.b. 50.000, flestir í Rangárvalla- og Skagafjarðarsýslum. Á okkar dögum eru hestarnir ekki lengur nauðsynlegir til landbúnaðar og samgangna og einungis notaðir til útreiða og afþreyingar. Útflutningur hesta til nágrannalanda í Evrópu hófst og jókst stöðugt. Vinsældir íslenzka hestsins byggjast stærðar hans, þols og skapgæða. Á árunum 1950 til 1977 voru fluttir út u.þ.b. 1000 hestar á ári en fjöldi þeirra hefur farið yfir 3000 á síðari árum.

Meðalhæð hests á herðakamb 150 sm, 14,2 þverhendur (4″ á þverhönd). Íslenzki hesturinn er ódýr í rekstri, nægjusamur, sterkur, þolinn og yfirleitt með góða skapgerð. Fjölbreytni hans í gangi er rómuð, þótt tölt finnist í fleiri hestakynjum. Tölt er erfiður gangur fyrir hesta og þótti galli á riddaraliðshestum, þannig að reynt var að rækta það úr þeim. Aðalgreinarmunur er gerður á íslenzkum hestum með fjórgang og fimmgang. Aðalgangtegundirnar eru fet, stökk, brokk, tölt og skeið og ekkert annað hestakyn í heiminum fimm gangtegundir. Jafnvel frændi íslenzka hestsins í Noregi á ekkert skylt við hann, hvað það snertir.

Litaúrval íslenzka hestsins stendur erlendum tegundum ekki að baki. Alls finnast íslenzkir hestar í u.þ.b. 400 litbrigðum og litum. Algengasti liturinn er rauður í mismunandi blæbrigðum, svo grár, steingrár, leirljós, rauðskjóttur, brúnskjóttur, bleikur og mosóttur (einkenni villihestsins). Grái liturinn var óalgengur um 1950 en komst í tízku vegna útflutningsins.

Upprunalega eru allar hestategundir af meiði asískra hesta og íslenzki hesturinn tilheyrir evrópsku greininni. Arabíski hesturinn er annarrar greinar, sem blandaðist evrópska hestinum.

Haldin var keppni í Bandaríkunum á áttunda áratugi 20. aldar, þar sem mörg hestakyn áttu að komast þvert yfir BNA. Átta íslenzkir hestar hófu för og einn heltist úr lestinni. Hinir sjö höfðu þol til að fara alla leiðina til baka, ef keppnin hefði snúizt um það, en ekki er eins víst að hin hestakynin hefðu þolað það.

Kolkuós (Kolbeinsárós, nálagt Hofsós) var meðal helztu hafna landsins á miðöldum og jafnframt höfn Hólastóls. Samkvæmt Landnámu komu hross fyrst á land á Íslandi í Kolkuósi.

Myndasafn

Í grennd

Hindisvík á Vatnsnesi
Hindisvík er nyrzti bær og fyrrum prestsetur á Vatnsnesi. Þetta eyðibýli stendur undir sléttu klettaþili á  sléttu túni við samnefnda vík. Úti fyrir s…
Hofmannaflöt
Hofmannaflöt er rennisléttur völlur austan Ármannsfells og norðan Þingvalla. Hún er kringd fjöllum á     þrjá vegu og opin móti suðri. Austan hennar e…
Íslensku Húsdýrin
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…
Kolkuós
Kolkuós (Kolbeinsárós) var meðal helztu hafna landsins á miðöldum og jafnframt höfn Hólastóls. Samkvæmt Landnámu komu hross fyrst á land á Íslandi í K…
Reiðleiðir og götur Árnessýsla
Inngangur: Fornar götur geyma á margan hátt merka sögu. Á Beitivöllum skammt frá Reyðarmúla hittust t.d. Flosi og Hallur af Síðu á leið til Alþingis …
Vindheimamelar
Vindheimamelar eru á nyrztu drögum Reykjatungu á fornu sjávarmáli stórs fjarðar í Tungusveit.    Láglendið norðar var sjávarbotn í lok ísaldar. Skiphó…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )