Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hringvegurinn á 6-10 dögum

Ferðalag
Mynd: Anders Jilden

Á eigin vegum hringvegurinn á 6-10 dögum.

Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Núna er búið að gera þetta allt og við getum farið að einbeita okkur að því að njóta allra lystisemdanna á leiðinni, landslagi, sögu, náttúru og mannlífi. Ferðaþjónustan er líka víðast orðin til fyrirmyndar, þannig að ótal kostir standa til boða.

Þessi síða er þannig gerð, að hún ætti að nægja til að undirbúa hringferðina í ár. Allir kaupstaðir, kauptún og byggðakjarnar auk áhugaverðra staða, margs konar þjónustu og afþreyingu við hringveginn eru tengdir á kortinu.

Tillaga að ferðaáætlun – 6 til 10 daga hringferð
6 daga ferð:

Dagur 1. Reykjavík-Skagafjörður.
Ekið frá Reykjavík um Borgarfjörð og yfir Holtavörðuheiði til Norðurlands. Það eru margir áhugaverðir staðir á leiðinni og víða hægt að á. Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn eru í Staðarskála og í Varmahlíð. Upplagt að gista í Skagafirði.

Dagur 2. Skagafjörður -Akureyri.
Skagafjörður er eitthvert söguríkasta svæði landsins. Þaðan er haldið áfram yfir Öxnadalsheiði til Akureyrar. Þar er fjöldi safna og margt annað til afþreyingar.

Dagur 3. Akureyri-Mývatn.
Þá er stefnt austur yfir Víkurskarð eða um Dalsmynni í Fnjóskadal að Goðafossi, eða um Vaðlaheiðargöng og þaðan til Mývatns. Þar er af svo mörgu að taka, að velja verður áhugaverðustu staðina.

Dagur 4. Mývatn-Húsavík-Ásbyrgi-Dettifoss-Egilsstaðir.
Eftir hálftíma akstur frá Mývatni blasir Húsavík við. Þar er margt að sjá og gera, en þaðan er haldið yfir Tjörnes til Ásbyrgis í Kelduhverfi og áfram að Dettifossi. Eftir það er ekið suður á hringveginn og alla leið til Egilsstaða.

Dagur 5. Egilsstaðir-Höfn-Jökulsárlón-Skaftafell.
Skemmtilegast er að þræða Austfirðina. Þá er ekið um Fagradal til Reyðarfjarðar og áfram suður. Margir aka um Skriðdal á þjóðvegi 1 niður í Breiðdal eða um Öxi niður í Berufjörð, sem er stytzta leiðin. Ekki er mikið úr vegi að kíkja á Höfn áður en haldið er að Jökulsárlóni. Þá er haldið inn í Öræfi og gott að eyða nóttinni þar.

Dagur 6. Skaftafell-Kirkjubæjarklaustur-Vík-Reykjavík.
Dagurinn hefst með akstri yfir Skeiðarársand til Kirkjubæjarklausturs, yfir Eldhraun og Mýrdalssand til Víkur. Þá taka við Dyrhólaey, Skógafoss, Seljalandsfoss og Suðurlandsundirlendið áður en höfuðborgarsvæðið birtist framundan.

10 daga ferð:

Dagur 1. Reykjavík-Skagafjörður.
Ekið frá Reykjavík um Borgarfjörð og yfir Holtavörðuheiði til Norðurlands. Það eru margir áhugaverðir staðir á leiðinni og víða hægt að á. Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn eru á Brú, í Staðarskála og í Varmahlíð. Upplagt að gista í Skagafirði.

Dagur 2. Skagafjörður -Akureyri.
Skagafjörður er eitthvert söguríkasta svæði landsins. Þaðan er haldið áfram yfir Öxnadalsheiði til Akureyrar. Þar er fjöldi safna og margt annað til afþreyingar.

Dagur 3: Akureyri.
Það er heillaráð að taka daginn rólega og njóta umhverfisins við Eyjafjörð, skoða Dalvík, Hrísey, Ólafsfjörð og Siglufjörð.

Dagur 4: Akureyri-Mývatn.
Þá er stefnt austur yfir Víkurskarð eða um Dalsmynni í Fnjóskadal að Goðafossi og þaðan til Mývatns. Þar er af svo mörgu að taka, að velja verður áhugaverðustu staðina.

Dagur 5: Mývatn.
Mývatnssvæðið er svo margslungið, að dagurinn dugar ekki til þess að komast að öllum leyndardómum þess.

Dagur 6. Mývatn-Húsavík-Ásbyrgi-Dettifoss-Egilsstaðir.
Eftir hálftíma akstur frá Mývatni blasir Húsavík við. Þar er margt að sjá og gera, en þaðan er haldið yfir Tjörnes til Ásbyrgis í Kelduhverfi og áfram að Dettifossi. Eftir það er ekið suður á hringveginn og alla leið til Egilsstaða.

Dagur 7. Egilsstaðir-Höfn-Jökulsárlón-Skaftafell.
Skemmtilegast er að þræða Austfirðina. Þá er ekið um Fagradal til Reyðarfjarðar og áfram suður. Margir aka um Skriðdal á þjóðvegi 1 niður í Breiðdal eða um Öxi niður í Berufjörð, sem er stytzta leiðin. Ekki er mikið úr vegi að kíkja á Höfn áður en haldið er að Jökulsárlóni. Þá er haldið inn í Öræfi og gott að eyða nóttinni þar.

Dagur 8: Skaftafell.
Enginn er svikinn af góðum degi í þjóðgarðinum.

Dagur 9: Skaftafell-Kirkjubaejarklaustur-Vik.
Dagurinn hefst með akstri yfir Skeiðarársand til Kirkjubæjarklausturs, yfir Eldhraun og Mýrdalssand til Víkur. Tíminn rennur úr greipum ferðalangsins á leiðinni, þegar hver skoðunarstaðurinn er heimsóttur eftir öðrum.

Dagur 10: Vík-Mýrdalsjökull-Gullfoss-Geysir-Reykjavik.
Þessi dagur býður fleiri möguleika en hægt er að vinna úr á stuttum tíma. Þá er bara að velja áhugaverðustu staðina, e.t.v. Reynishverfi, Dyrhólaey, Skóga, Seljalandsfoss, áður en haldið er upp Skeið um Flúðir og Brúarhlöð að Gullfossi og Geysi. Þá er komið að Skálholti, Kerinu, Hveragerði og Reykjavík.

10 daga ferð:

Dagur 1. Reykjavík-Skagafjörður.
Ekið frá Reykjavík um Borgarfjörð og yfir Holtavörðuheiði til Norðurlands. Það eru margir áhugaverðir staðir á leiðinni og víða hægt að á. Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn eru á Brú, í Staðarskála og í Varmahlíð. Upplagt að gista í Skagafirði.

Dagur 2. Skagafjörður -Akureyri.
Skagafjörður er eitthvert söguríkasta svæði landsins. Þaðan er haldið áfram yfir Öxnadalsheiði til Akureyrar. Þar er fjöldi safna og margt annað til afþreyingar.

Dagur 3: Akureyri.
Það er heillaráð að taka daginn rólega og njóta umhverfisins við Eyjafjörð, skoða Dalvík, Hrísey, Ólafsfjörð og Siglufjörð.

Dagur 4: Akureyri-Mývatn.
Þá er stefnt austur yfir Víkurskarð eða um Dalsmynni í Fnjóskadal að Goðafossi  eða un eða um Vaðlaheiðargöng, þaðan til Mývatns. Þar er af svo mörgu að taka, að velja verður áhugaverðustu staðina.

Dagur 5: Mývatn.
Mývatnssvæðið er svo margslungið, að dagurinn dugar ekki til þess að komast að öllum leyndardómum þess.

Dagur 6. Mývatn-Húsavík-Ásbyrgi-Dettifoss-Egilsstaðir.
Eftir hálftíma akstur frá Mývatni blasir Húsavík við. Þar er margt að sjá og gera, en þaðan er haldið yfir Tjörnes til Ásbyrgis í Kelduhverfi og áfram að Dettifossi. Eftir það er ekið suður á hringveginn og alla leið til Egilsstaða.

Dagur 7. Egilsstaðir-Höfn-Jökulsárlón-Skaftafell.
Skemmtilegast er að þræða Austfirðina. Þá er ekið um Fagradal til Reyðarfjarðar og áfram suður. Margir aka um Skriðdal á þjóðvegi 1 niður í Breiðdal eða um Öxi niður í Berufjörð, sem er stytzta leiðin. Ekki er mikið úr vegi að kíkja á Höfn áður en haldið er að Jökulsárlóni. Þá er haldið inn í Öræfi og gott að eyða nóttinni þar.

Dagur 8: Skaftafell.
Enginn er svikinn af góðum degi í þjóðgarðinum.

Dagur 9: Skaftafell-Kirkjubaejarklaustur-Vik.
Dagurinn hefst með akstri yfir Skeiðarársand til Kirkjubæjarklausturs, yfir Eldhraun og Mýrdalssand til Víkur. Tíminn rennur úr greipum ferðalangsins á leiðinni, þegar hver skoðunarstaðurinn er heimsóttur eftir öðrum.

Dagur 10: Vík-Mýrdalsjökull-Gullfoss-Geysir-Reykjavik.
Þessi dagur býður fleiri möguleika en hægt er að vinna úr á stuttum tíma. Þá er bara að velja áhugaverðustu staðina, e.t.v. Reynishverfi, Dyrhólaey, Skóga, Seljalandsfoss, áður en haldið er upp Skeið um Flúðir og Brúarhlöð að Gullfossi og Geysi. Þá er komið að Skálholti, Kerinu, Hveragerði og Reykjavík.

Söguferð umhverfis landið
Kirkjur á Hringveginum
Klaustur á Íslandi

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )