Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Pakkhúsið á Hofsósi

Pakkhúsið á Hofsósi er meðal elztu húsa sinnar tegundar á landinu. Það er stokkbyggt bjálkahús með  háu skarsúðarþaki. Húsið kom hingað árið 1777 á vegum konungsverzlunarinnar síðari, hinnar svokölluðu Grænlands-, Finnlands- og Íslandsverzlunar, sem hafði síðust leyfi til einokunar á Íslandi. Tíu árum síðar var henni aflétt og fríhöndlun tók við. Húsið hefur ævinlegar verið notað sem vörugeymsla, fyrst fyrir verzlanir danskra kaupmanna og síðar Íslendinga.

Það hýsti mismunandi varning, þegar kom fram á 20. öld, s.s. ull, hey, veiðarfæri og kjöt. Saga hússins áður en það kom til landsins er ókunn, en vegna blýskota og gata eftir kúlur, hefur sá orðrómur verið viðloðandi, að það hafi fyrrum verið í þjónustu danska hersins í allt öðrum hluta heimsins. Árið 1991 var gert við húsið og viðir þess endurnýjaðir að nokkru leyti. Á neðri hæð þess eru sýndir munir tengdir Drangeyjarútvegi og hákarlaveiðum. Á efri hæðinni eru stundum haldin samkvæmi af ýmsum tilefnum.

Allt frá landnámi í Skagafirði notfærðu Vestlendingar (af Skaga og Reykjaströnd) og Austlendingar (af Höfðaströnd og úr Viðvíkursveit) sér Drangey, sem var nýtt á marga vegu. Þaðan var stundað útræði, þar var beit fyrir fé allt árið, þar mátti síga eftir eggjum og veiða fugl á fleka. Alla jafna var eggver leigt vissum mönnum, en allir máttu veiða fugl á fleka og leggja lóð í sjó. Drangey tilheyrir Hofshreppi.

Myndasafn

Í grennd

Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )