Hrolleifsdalsá er í Hrolleifsdal sem liggur til suðausturs inn í Tröllaskagafjallgarðinn upp frá Sléttuhlíð við austanverðan Skagafjörð.
Dalurinn er sagður kenndur við Hrolleif landnámsmann.
Áin fellur í austanverðan Skagafjörð um 18 km. norðan Hofsóss rétt sunnan við kirkjustaðinn Fell í Sléttuhlíð. Þar bjó forðum galdraklerkurinn Hálfdán á Felli.
Þetta skemmtilega veiðisvæði býður upp á mjög fallega sjóbleikju, urriða og laxavon.