Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Norðurárdalur Skagafjörður

Norðurárdalur í Akrahreppi tengir Skagafjörð um Öxnadalsheiði (540m) við Eyjafjörð. Áður en haldið  er   austur yfir Öxnadalsheiði blasir lægri fjallvegur yfir Hörgárdalsheiði við. Fjöllin, sem liggja að dalnum eru há og brött, þó einkum að sunnan, en að norðanverðu eru heiðar ofan fjallabrúnanna. Norðurá, sem rennur um dalinn, er að mestu jökulsá og getur vaxið verulega. Árið 2007 var nýr kafli hringvegarins opnaður á áreyrunum og var mikil samgöngubót auk þess, að slysahætta minnkaði mikið. Veðursæld er í dalnum, sérstaklega í hlíðum Silfrastaðafjalls. Veiðimenn krækja sér í silung í Norðurá.

Fremri kot, sem hétu áður Hökustaðir, eru nú (2009) eini bærinn í byggð í dalnum. Fyrrum voru líka til Ytri-kot í grennd við Kotárgil, en gífurleg skriðuföll í dalnum eyddu bænum árið 1954. Fremri-Kot stórskemmdust, en héldust í byggð. Nánast þykir fullvíst, að Ytri-Kot hafi byggzt á sama stað og landnámsbærinn Þorbrandsstaðir stóð. Algengt var fyrrum að nefna býli, sem byggðust á tóttum annarra, kot. Landnámsmaðurinn Þorbrandur örreks „lét þar gera eldhús svo mikið, að allir þeir menn, er þeim megin fóru, skyldu bera þar klyfjar í gegnum og vera öllum matur heimill”, eins og segir í Landnámabók. Heimildir hafa ekki fundizt um breytingu bæjarnafnanna, en líklega hafa Hökustaðir og Þorbrandsstaðir eyðzt í skriðuföllum. Fleiri bæir voru í byggð í dalnum á 20. öldinni. Merkisbræðurnir Hallgrímur, kennari, ferðamaður, skáld og rithöfundur, og Frímann Jónassynir, skólastjóri, fæddust að Fremri-Kotum.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )