Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hof í Hjaltadal

Hjalti Þórðarson nam dalinn, sem fékk nafn hans, og bjó að Hofi í Hjaltadal. Erfidrykkja hans var sögð   hafa verið hin fjölmennasta og ágætasta á landinu, þegar í kringum 1200 manns minntust hans og hinir meiri háttar voru leystir út með gjöfum. Svo virðist sem bærinn hafi farið í eyði á 11. öld og búseta tekin upp, þar sem Hólar eru nú. Sigurðarregistur frá 1550 getur um búsetu á Hofi en eftir það er talið, að jörðin hafi verið óbyggð til 1827, þegar þar var byggð hjáleiga frá Hólum. Í upphafi 18. aldar var þar stekkur og fjárhús frá Hólum.

Óvíða á landinu eru áhugaverðari, ókannaðar fornminjar en að Hofi, m.a. bæjarrústir, Halatótt, Skálatótt, lautarbollinn Hoftótt, Hjaltahaugur og minjar um forna sundlaug. Örnefnin Goðalaut og Blótsteinn (nú Hestasteinn), gefa ýmislegt til kynna. Grafreitur í bæjarhólnum, sem talinn er vera frá fyrstu kristni, var kannaður að hluta árið 1955.
Mynd: Gamli bærinn á Hólum

Myndasafn

Í grennd

Hólar í Hjaltadal
Skólasetur og kirkjustaður í Hjaltadal. Um 1100 átti Illugi Bjarnason prestur jörðina. Þá var ákveðið, að  biskupsstóll skyldi settur á Norðurlandi, e…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )