Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sauðanesviti

Sauðanesviti
Mynd: Björn Valdimarsson

Sauðanesviti var byggður á árunum 1933-1934 og árið 1934 var hljóðvitinn jafnframt tekinn í notkun en hann sendi frá sér þrjú hljóðmerki í þoku og dimmviðri. Hljóðvitinn var tekinn úr notkun árið 1992. Vitarnir voru í í tveimur turnum; hljóðvitinn í þeim lægri en ljósvitinn í þeim hærri.
Árið 1966 var fullt starf vitavarðar lagt niður.

Jón Trausti hefur tekið veðrið fyrir Veðurstofuna og annast vitavörslu í rúman aldarfjórðung, en áður sinnti faðir hans þessum störfum. Faðir Herdísar var vitavörður á Siglunesi og síðar Dalatanga, en þar ræður Marzibil systir hennar ríkjum nú. Auk þessara starfa eru þau með hefðbundinn fjárbúskap, hestaleigu og fleira heima fyrir og á árum áður starfaði Jón Trausti einnig sem lögreglumaður á Siglufirði. Þau hafa einnig tekið að sér börn og unglinga sem hafa lent í erfiðleikum á sínum heimaslóðum. Árangurinn af því starfi þeirra hefur verið sérlega góður og vakið verðskuldaða athygli.

Trausti eins og við kölluðum hann!! gaf okkur upplýsingar um veður þegar flugfélagið Vængir voru með áælunar flug  til Siglufjarðar.

Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja.

Myndasafn

Í grennd

Siglufjörður
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stær…
Siglunes
Siglunes er nyrzta nesið milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Nesnúpur (581m) rís hvass upp af nokkru   láglendi en inn með firðinum eru hinar snarbrö…
Síldín kom og síldin Fór, Síldarleitin!!!
"Síldin kemur og síldin fer" Svipull er sjávarafli - góð og slæm síldarsumur skiptust á þótt hin góðu hafi verið tíðari. Eftir lélega síldveiði á áru…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )