Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Garðsárvirkju

Ólafsfirðingar ákváðu að virkja Garðsá og lagði Rafmagnseftirlit ríkisins til að virkjun yrði valinn staður  sunnan við Skeggjabrekku, efst innI á milli hóla. Gengið var formlega frá samningum um smíði 200 ha virkjunar í Garðsá 26. ágúst 1939 og þá um haustið var lokið við að steypa undirstöður fyrir stíflugarð og leggja innanbæjarlagnir.

Seinni heimsstyrjöld tafði alla aðflutninga efnis að utan, einkum var erfitt að fá vélar. Þetta setti allar fjárhagsáætlanir verktaka úr skorðum. Þeir fóru þess á leit við Ólafsfirðinga, að gerður yrði nýr samningur við þá, þar sem eldri forsendur væru brostnar. Hann var undirritaður 15. júlí 1941. Ráðgert var, að stöðin yrði 230 hestöfl (172 kW). Þá höfðu framkvæmdir legið niðri í tvö ár. Unnið var fram í desember, gerð var stífla og tréþrýstivatnspípa lögð niður í stöðvarhús, sem reist var niðri á Garðseyri. Þá stöðvuðust framkvæmdir aftur vegna hráefnisskorts. Ekki var hafizt handa aftur fyrr en vorið 1942 og verkið gekk vel um sumarið. Vélar voru settar niður um haustið og 19. desember var virkjunin tekin í notkun. Hún var 250 hestöfl (187 kW), fimmfalt stærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.

Eftir því sem Ólafsfjörður stækkaði, óx orkuþörfin og Garðsárvirkjun varð fljótlega of lítil. Möguleikar á stækkun voru ekki fyrir hendi, því að Garðsá var talin fullvirkjuð. Fóru Ólafsfirðingar þess á leit að fá rafmagn frá Rafmagnsveitum ríkisins. Rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun var leitt inn í Fljót sumarið 1955 og yfir Lágheiði til Ólafsfjarðar ári síðar. Rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun var tengt inn á bæjarkerfið haustið 1956.

Árið 1957 tóku Rafmagnsveitur ríkisins við rekstri Rafveitu Ólafsfjarðar. Garðsárvirkjun var innifalin í kaupunum og Rarik skuldbatt sig til þess að reka virkjunina áfram fyrst um sinn sem varastöð fyrir Ólafsfjarðarkaupstað.

Vandamál hafa fylgt rekstri Garðsárvirkjunar, einkum hefur vatnsskortur á veturna hamlað rekstri. Hann hefur verið svo mikill, að ekki hefur verið unnt að keyra vélar á fullum afköstum svo mánuðum skipti. Rekstrartruflanir vegna krapa hafa verið litlar. Því er að nokkru leyti, að heitt vatn hefur runnið út í Garðsá úr tveimur borholum ofar í dalnum. Það kemur sér einkum vel á veturna, þegar rennsli er lítið og heita vatnið því stærri hluti heildarrennslis.

Árið 1980 tengdist Ólafsfjörður veitukerfi Norðurlands eystra með Drangalínu12 sem lögð var frá Dalvík um 16 km leið.
Heimild: RARIK

Myndasafn

Í grennd

Ólafsfjörður
Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð, sem gengur inn úr Eyjafirði. Þar er góð hafnaraðstaða og er fiskvinnsla og útgerð aðalatvinnuvegirnir…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )