Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Örlygsstaðir, Skagafjörður

Örlygsstaðir

Örlygsstaðir eru sögustaður í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar eru tóttir og leifar af gerði í kringum þær í  mýrarflóa, en ekki er víst, að þar hafi verið stundaður búskapur.

Sturlunga segir frá bardaganum á Örlygsstöðum 21. ágúst 1238, sem var hinn örlagaríkasti á landinu og annar blóðugasti á Sturlungaöld. Þar börðust voldugustu ættir landsins, Ásbirningar og Haukdælir gegn Sturlungum, til úrslita um völdin í landinu. Sturlungar biðu þar lægri hlut og milli 50 og 60 menn féllu í valinn.

Níðingsverk voru unnin, m.a. voru kirkjugrið rofin á þeim, sem flúðu í kirkjuna að Miklabæ. Á söguferð um Skagafjörð er óhjákvæmilegt að líta við á Örlygsstöðum, þótt merki þessa atburðar séu horfin, og reyna að upplifa söguna.

Myndasafn

Í grennd

Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )