Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Drangey

Drangey er u.þ.b 700.000 ára, þverhníptur móbergsklettur í Skagafirði. Hæst er hún 180 m og flatarmálið er 0,2 km². Hún er aðeins kleif á einum stað, í Uppgöngu fyrir ofan Uppgönguvík. Hún var forðabúr Skagfirðinga um aldir. Þangað sóttu þeir fugl og egg. Allt að 200.000 fuglar voru veiddir þar fyrrum og veiði er stunduð þar enn þá. Fé var beitt á eyjunni, því hún er mjög grösug efst.

Þjóðsagan segir, að tvö tröll, karl og kerling, hafi verið að leiða kvígu yfir fjörðinn til nauts en orðið að steinum. Sunnan eyjar stendur Kerlingin enn þá en Karlinn, sem var norðan eyjar er horfinn í hafið. Eyjan sjálf er kvígan. Vegna tíðra slysa við sig í Drangey var Guðmundur biskup góði fenginn til að vígja hana. Hann gerði það úr sigvaði og þegar hann kom að Heiðnabergi, vinstra megin Uppgöngu, þar sem er náttúrulegt krossmark í þverhnípinu, kom loðin hönd með hníf út úr berginu og skar sundur tvo þætti kaðalsins. Hinn þriðja hafði Guðmundur vígt, þannig að hnífurinn vann ekki á honum. Þá heyrðist djúp rödd úr bjarginu segja Guðmundi að láta þar við sitja, því einhvers staðar yrðu vondir að vera.

Í Uppgöngu er Gvendaraltari, þar sem farið er með Faðirvorið áður en lengra er haldið. Drangey var öldum saman í eigu Hólastóls. Í Grettissögu segir frá dvöl og dauða Grettis og Illuga bróður hans í Drangey. Það er ógleymanlegt að sigla út í Drangey og ganga upp á hana.

Myndasafn

Í grennd

Málmey, Skagafirði
Málmey er stærri eyjan af tveimur á Skagafirði. Hún er norðaustan Drangeyjar, 4 km löng og 2,4 km   breið. Hún er fremur láglend en hækkar til norðurs…
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )