Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugarbakki

Laugarbakki

Laugarbakki er lítið þorp á jarðhitasvæði á austurbakka Miðfjarðarár. Þar hét áður Langafit. Í  Grettissögu segir frá örlagaríku hestaati þar. Fyrsta húsið var reist á Laugarbakka árið 1933. Bygging heimavistarskólans að Laugarbakka hófst 1970. Hann er nýttur sem sumarhótel. Það er skammt til Hvammstanga og róleg ferð kringum Vatnsnes er öllum ógleymanleg.

Frá Laugarbakka liggur vegurinn áfram suður meðfram Miðfjarðará og upp á heiðar, þar sem er aragrúi veiðivatna. Á þeirri leið er ferðaþjónustubærinn Brekkulækur, upphafsstaður hesta-, göngu- og veiðiferða.

Myndasafn

Í grennd

Arnarvatnsheiði og Tvídægra veiðivötn
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötnin sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og e…
Auðunarstaðir
Auðunarstaðir eru í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Auðun skökull Bjarnarson byggði þar fyrstur og  nam Víðidal. Afi hans var Hunda-Steinar, jarl í …
Bjarg í Miðfirði
Bjarg er skammt austan Miðfjarðarár í hálsbrúninni, þar sem hátt ber. Jökulsorfinn klapparkollur norðan við túnið er nafngjafi bæjarins. Þarna fæddis…
Breiðabólstaður
Breiðabólstaður er kirkjustaður og prestsetur í Vesturhópi. Katólskar kirkjur voru helgaðar Ólafi helga,  . Kirkjurnar að Vesturhópshólum, Tjörn og Ví…
Grímstunga
Grímstunga er stórbýli og fyrrum kirkjustaður í vestanverðum Vatnsdal innanverðum. Bærinn á   geysistórt landrými og þar hafa lengi verið fjármargir b…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )