Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grímstunga

Grímstunga er stórbýli og fyrrum kirkjustaður í vestanverðum Vatnsdal innanverðum. Bærinn á   geysistórt landrými og þar hafa lengi verið fjármargir bændur. Fyrrum lá fjölfarin leið um Vatnstdal, Grímstunguheiði og Arnarvatnsheiði til Borgarfjarðar. Nú er þarna rudd jeppaslóð en aðalumferðin er um Holtavörðuheiði.

Sonur Óttars Þorvaldssonar í Grímstungu, Hallfreður vandræðaskálds, var eitt mesta skáld sögualdar. Hallfreðarsaga vandræða-skálds segir frá skáldskap hans, afrekum og ástarmálum.

Öldum saman var Grímstunga kirkjustaður og prestsetur. Árið 1849 var sóknin lögð til Undirfells.
Sá gerningur var ekki staðfestur með lögum fyrr en 1861. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar guði og heilögum Nikulási. Margir presta staðarins urðu langlífir og þjónuðu lengi, t.d. sr. Hallur Ólafsson (1658-1741) þjónaði í 61 ár og sonur hans, sr. Eiríkur Hallsson (1695-1777), þjónaði í 51 ár. Sonur hans, Ólafur, var mjög lærður maður og falazt var eftir honum sem Hólabiskupi en hann færðist undan. Hann mun hafa þýtt a.m.k. 19 postillur og 36 guðsorðabækur á íslenzku en heimilir brestur um frekari afrek hans á því sviði. Hann þjónaði í 49 ár. Sonur Eiríks, Einar (1731-1810) var einhver svakalegasti prestur á síðari öldum, sídrukkinn og ósiðsamur. Hann var sviptur embætti og skrúða og endaði ævi sína sem fátækur förumaður.

Björn Eysteinsson (1848-1939) var hörkuduglegur bóndi, sem efnaðist vel á búskapnum í Grímstungu. Hann reisti nýbýlið Réttarból á Grímstunguheiði árið 1886. Hann skrifaði ævisögu sína, sem kom út 1958.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )