Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Breiðabólstaður

Breiðabólstaður er kirkjustaður og prestsetur í Vesturhópi. Katólskar kirkjur voru helgaðar Ólafi helga,  . Kirkjurnar að Vesturhópshólum, Tjörn og Víðidalstungu voru útkirkjur. Kirkjan, sem nú stendur, var vígð árið 1893.

Í kringum aldamótin 1100 bjó Hafliði Másson að Breiðabólstað. Þar voru íslenzk lög fyrst færð í letur árið 1117 og þau endurskoðuð til að vinza úr úrelt lög. Einnig var hugað að endurbótum og leitað ástæðna til setningar nýrra laga. Árið 1974 lét Lögmannafélag Íslands reisa og afhjúpa minnisvarða um lagaritunina að Breiðabólstað.

Hafliði Másson deildi við Þorgisl Oddason á Staðarhóli í Saurbæ. Þessar deilur leiddu til þess, að Þorgils hjó þrjá fingur af Hafliða, þar sem þeir voru staddir á Alþingi, og Hafliði krafðist mjög hárra bóta. Þá hafði Skafti Þórarinsson, prestur að Mosfelli, á orði að: Dýr mundi Hafliði allur, ef svo skyldi hver limur.

 

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )