Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Víðigerði

Víðigerði

Víðigerði og Víðihlíð eru við þjóðveginn í Víðidal vestanverðum. Dalurinn er á milli Línakradals og Vesturhóps að vestan og Vatnsdals að austan. Víðigerði veitir ferðamönnum margs konar þjónustu og í félagsheimilinu Víðihlíð er hægt að kaupa ullarvöru beint frá framleiðendum.Um Víðidal rennur ein af þekktustu laxveiðiám landsins og ein mesta stórlaxaá Íslands. Upptök árinnar er á heiðum frammi. Þar tínast til lækir og lindir og síðan bætist Fitjá í aðalána. Sjóbleikjusvæðið í Víðidalsá er eitt hið bezta á Norðurlandi.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum hringvegurinn, SÖGUFERÐ Á EIGIN VEGUM HRINGVEGURINN Á 7 DÖGUM (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opn ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )