Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Auðunarstaðir

Auðunarstaðir eru í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu.

Auðun skökull Bjarnarson byggði þar fyrstur og  nam Víðidal. Afi hans var Hunda-Steinar, Víðigerðijarl í Englandi, og langafi Ragnar Loðbrók. Auðun var langafi Ástu, móður Ólafs helga, Noregskonungs. Dóttir Ólafs helga giftist Ordulf, hertoga af Brúnsvík. Enska konungsfjölskyldan á ættir til hans að rekja. Það er gaman að geta sýnt brezka háaðlinum Víðidalinn, þar sem rætur hans liggja.

Í landi Auðunarstaða er félagsheimilið Víðihlíð (1938), sem var stækkað 1965, veitingahús og ferðamannaverzlun. Konur í héraðinu hafa aðstöðu í Víðihlíð, saumastofu í kjallara og sölu alls konar ullarfatnaðar og minjagripa í sal hússins á sumrin.

 

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Víðigerði Víðidalur
Víðigerði og Víðihlíð eru við þjóðveginn í Víðidal vestanverðum. Dalurinn er á milli Línakradals og Vesturhóps að vestan og Vatnsdals að austan. Víðig…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )