Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Auðunarstaðir

Auðunarstaðir eru í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu.

Auðun skökull Bjarnarson byggði þar fyrstur og  nam Víðidal. Afi hans var Hunda-Steinar, Víðigerðijarl í Englandi, og langafi Ragnar Loðbrók. Auðun var langafi Ástu, móður Ólafs helga, Noregskonungs. Dóttir Ólafs helga giftist Ordulf, hertoga af Brúnsvík. Enska konungsfjölskyldan á ættir til hans að rekja. Það er gaman að geta sýnt brezka háaðlinum Víðidalinn, þar sem rætur hans liggja.

Í landi Auðunarstaða er félagsheimilið Víðihlíð (1938), sem var stækkað 1965, veitingahús og ferðamannaverzlun. Konur í héraðinu hafa aðstöðu í Víðihlíð, saumastofu í kjallara og sölu alls konar ullarfatnaðar og minjagripa í sal hússins á sumrin.

 

Myndasafn

Í grend

Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )