Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kolugljúfur

Kolugljufur Vididal

Kolugljúfur í Víðidal

Nokkru innar í Víðidal en Víðidalstunga eru 2 km löng og 20-25 m djúp gljúfur Viðidalsár. Þau eru víðast ógeng og laxinn kemst ekki ofar en að fossunum í þeim. Það er vel þess virði að leggja lykkju á leið sína til að skoða þessa fögru náttúrusmíð.

Gljúfrin voru nefnd eftir tröllkerlingunni Kolu, sem þjóðsagan segir að hafi búið þar og fleiri örnefni eru tengd henni á þessum slóðum. Bærinn Kolugil er skammt austan gljúfranna.

Myndasafn

Í grennd

Arnarvatnsheiði og Tvídægra veiðivötn
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötnin sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og e…
Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )