Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Haukagil

Haukagil er í Vatnsdal og dregur nafn af samnefndu gili, sem var nefnt eftir tveimur berserkjum, sem gerðust fjölþreifnir til kvenna og kúguðu bændur í nágrenninu með fjárkröfum og eignaupptöku. Þeir undirokuðu bændur með því að hóta öllu illu, grenjuðu og bitu í skjaldarrendur, óðu eld og skoruðu á menn á hólm, ef þeir létu ekki að vilja þeirra. Það var ekki fyrr en Friðrik biskup af Saxlandi (Sjá Stóra-Giljá) skvetti vígðu vatni á eldinn, að þeir brunnu nægilega til að bændur gátu grýtt þá í hel. Þeir voru heygðir í gilinu.

Árið 1801 brast á foráttuveður og margt fjár fórst. Einn vinnumanna á bænum lauk húslestri áður en hann fór að leita fjár Haukagils en kom ekki aftur. Hann fannst nær dauða en lífi, frosinn fastur og lézt á heimleiðinni. Aðeins nokkrar kindur fundust næsta sumar. Ofan bæjar er lítill skógur barrtrjáa, sem var plantað 1927 og Haukagilsheiði.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...
Smáorrustur, illdeilur,morð og aftökur á miðöldum. Norðurland
Norðurland: BJARG MIDFJORDUR HOF VATNSDALUR HAUKAGIL Vatsdalur ILLUGASTAÐIR VATNSNES VATNSDALUR Vatsdalur Skagafjordur to Sig ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )