Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Borgarkirkja

Borgarkirkja (Borg á Mýrum) í Borgarprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Hún var byggð 1880. Í katólskum sið voru helgaðar Mikael erkiengli. Útkirkjur eru á Álftanesi, í Álftártungu og á Ökrum. Líklega hefur verið kirkja að Borg frá árinu 1003, þannig að þar er vafalítið elzti kirkjustaður á Vesturlandi. Forkirkjan er frá 1891 og söngloft smíðað síðar. Kirkjan var flutt til á hlaðinu árið 1951. Bogadregnir gluggar settir í síðar og veggir múrhúðarir og enn síðar álklæddir.

Í Laxdælu segir að lokinni frásögn af vígi Kjartans Ólafssonar: „Þorsteinn Egilsson hafði gera látið kirkju að Borg. Hann flutti lík Kjartans heim með sér, og var Kjartan að Borg grafinn. Þá var kirkja nývígð og í hvítavoðum“.

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )