Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kálfafellskirkja Fljótshverfi

Kálfafellskirkja er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi (Fljótshverfi). Hún var byggð á árunum   1897-1898 og vígð 13. nóvember. Kirkjan er byggð úr járnklæddu timbri og rúmar 120 manns í sæti. Hún var endurbyggð á árunum 1959-1960, turn smíðaður og hún lengd. Jón og Gréta Björnsson máluðu kirkjuna, sem var endurvígð 21. júlí 1960.

Kirkjan á Kálfafelli stóð ofar í túninu til 1898. Þar er gamall kirkjugarður. Altaristaflan í kirkjunni er frá 1683. Gömul skírnarskál, sem var seld úr kirkjunni 1895 fyrir 30 krónur, er í Þjóðminjasafni. Þar er líka mjög fágætur prósessíukross úr katólskum sið úr kirkjunni. Prestssetur var í Kálfafelli til 1880, þegar sóknin var lögð til Kirkjubæjarklausturs. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar heilögum Nikulási.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …
Lómagnúpur
Lómagnúpur er 688 m hátt standberg suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi. Nokkur  augljós merki um berghlaup sjást við þjóðveginn (1790)…
Skeiðarársandur Skeiðará
Skeiðarársandur er eitthvert stærsta aurasvæði landsins á milli Öræfa og Fljótshverfis, u.þ.b. 1000 km².   Vegalengdin milli jaðars Skeiðarárjökuls og…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )