Lómagnúpur er 688 m hátt standberg suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi. Nokkur augljós merki um berghlaup sjást við þjóðveginn (1790) vestan fjallsins og nýlegri merki sjást í austurhlíðunum (1998). Líkt og önnur standberg meðfram suðurströndinni, náði sjór upp að Lómagnúpi á ísöld.
Gnúpsins er getið í Njálssögu í tengslum við draum Flosa á Svínafelli, þegar hann sá jötuninn ganga út úr fjallinu. Jötunninn í Lómabnúpi prýðir skjaldarmerki Íslands. Hann er einn fjögurra höfuðverndarvætta landsins og ver suðurströndina gegn illum öflum.