Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lómagnúpur

Lómagnúpur er 688 m hátt standberg suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi. Nokkur   augljós merki um berghlaup sjást við þjóðveginn (1790) vestan fjallsins og nýlegri merki sjást í austurhlíðunum (1998). Líkt og önnur standberg meðfram suðurströndinni, náði sjór upp að Lómagnúpi á ísöld.

Gnúpsins er getið í Njálssögu í tengslum við draum Flosa á Svínafelli, þegar hann sá jötuninn ganga út úr fjallinu. Jötunninn í Lómabnúpi prýðir skjaldarmerki Íslands. Hann er einn fjögurra höfuðverndarvætta landsins og ver suðurströndina gegn illum öflum.

Myndasafn

Í grend

Kirkjubæjarklaustur
Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefn ...
Skeiðarársandur
Skeiðarársandur er eitthvert stærsta aurasvæði landsins á milli Öræfa og Fljótshverfis, u.þ.b. 1000 km².   Vegalengdin milli jaðars Skei ...
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967, stækkaður 1984 og stækkaður enn 2004) og nágrenni geymir mestu náttúruperlur Íslands. Íslenskir og e ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )