Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kirkjubæjarklaustur

Kirkjubæjarklaustur

Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali „Klaustur”.

Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað í Kirkjubæ árið 1186 og hélzt klausturhald óslitið fram að siðaskiptum 1550. Fjöldi örnefna á Klaustri og Skaftárhreppi tengjast klausturhaldinu. Systrastapi, rétt vestur af Klaustri, er klettastapi þar sem talinn er vera legstaður tveggja nunna, sem voru brenndar á báli fyrir ýmsar syndir. Svæðið telst til merkustu sögustaða landsins og segja má að Klaustur og nágrenni geymi margar mestu náttúruperlur Íslands.

Boðið er upp á flest það sem ferðamaðurinn leitar að, hvort sem það er vatnaveiði, veiði í ám, gönguferðir og/eða ökuferðir á fallega, sögufræga staði. Af þessu hefur leitt að þjónusta við ferðamenn er eins og bezt verður á kosið, hvort sem er góð hótel, veitingar, vel skipulögð tjaldsvæði o.fl. Skipulagðar ferðir eru og til margra þekktra staða í hreppnum og sýslunni. Vegalengdin frá Reykjavík er um 255 km.

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 var gestastofan í Skaftafelli tileinkuð öllum þjóðgarðinum. Gestastofa Þjóðgarðsins er líka á Kirkjubæjarklaustri.

Ferð í Lakagiga frá Klaustri

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Dverghamrar
Dverghamrar eru brimsorfnir blágrýtisstuðlar skammt austan Foss á Síðu. Þar eru tvær fallegar     klettaborgir, sem eru skoðunarverðar. Dverghamrar he…
Eldhraun
Heildarflatarmál Skaftáreldahrauna er 565 km² og áætlað rúmmál gosefna, sem komu upp, er 12,3 km³.   Aska frá gosinu barst alla leið til Evrópu. Móðuh…
Eldvatn
Eldvatn er í Meðallandi í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Blátært lindarvatnið á upptök víðsvegar  við og undan Eldhrauninu. Liggur það lengst…
Fjaðrárgljúfur
Fjaðrárgljúfur er meðal stórbrotnustu náttúruundra landsins. Það er skammt vestan  Kirkjubæjarklausturs við Lakaveg / Holtsveg. Fjaðrá fellur þar fram…
Foss á Síðu
Foss á Síðu er stórbrotið bæjarstæði um 10 km fyrir austan Kirkjubæjarklaustur. Fallegur foss fellur ofan af klettunum ofan við bæinn, úr vatni sem ne…
Fossálar
Fossálar eru í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Upptökin eru víða, í Brunahrauni, Þórutjörn og langt uppi á heiðum. Margir og góðir veiðista…
Geirlandsá
Geirlandsá er ein besta sjóbirtingsá landsins. Þar veiðast 4-15 punda fiskar á hverju ári, jafnframt veiðist töluvert af laxi ár hvert. Það er auðvelt…
Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarða
Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru fimm talsins og eru staðsettar í kringum þjóðgarðinn. Í gestastofunum er hægt að nálgast allar upplýsingar um þjó…
Golfklúbburinn Laki
Golfvöllurinn Efri-Vík 880 Kirkjubaejarklaustur Tel.: 487-4694/854-1151 efrivik@simnet.is 9 holes, par 35. Golfvöllur hefur verið starfræktur a…
Grenlækur
Sumir kalla þennan læk Grænalæk og halda því fram, að það sé hið rétta nafn, dregið af því að á hann grænum lit. Lækurinn er í Skaftárhreppi, V - Ska…
Hörgsá
Hörgsá er í Skaftárhreppi í Vestur - Skaftafellssýslu. Hörgsá er tær bergvatnsá, langt komin, sem fellur  lengi í þrengslum og gljúfrum í fögru og hr…
Jónskvísl-Sýrlækur
Sýrlækur er spræna, sem rennur í Jónskvísl og saman renna þær í Grenlæk. Þarna er veitt allvel af sjóbirtingi á tvær stangir á dag. Nokkrar jarðir, þ.…
Kapella sr. Jóns Steingrímssonar
Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var vígð 17. júní 1974 í   tilefni 1100 ára Íslandsbyggðar. Ákveðið var …
Kirkjugólf
Kirkjugólf er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs og skammt frá Hildishaug. Þetta er u.þ.b. 80 m² jökul- og brimsorfinn stuðlabergsflötur, þar s…
Klaustur á Íslandi
Heimildir um einsetulifnað á Íslandi fyrir kristnitökuna árið 1000 og áður en klaustur voru stofnuð, eru til. Meðal þeirra er frásögn af Ásólfi Konáls…
Lakagígar
Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Það hófst 8. júní 1783 á  suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varm…
Landbrot
Landbrot er sveitin austan Eldhrauns, vestan Landbrotsvatna og Skaftá skilur hana frá Út-Síðu. Byggðin stendur aðallega á fornu hrauni, sem rann frá E…
Lómagnúpur
Lómagnúpur er 688 m hátt standberg suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi. Nokkur  augljós merki um berghlaup sjást við þjóðveginn (1790)…
Orrustuhóll, Skaftáreldahrauni
Orrustuhóll er óbrynnishólmi, sem stendur upp úr Skaftáreldahrauni austast á Síðu við Þverá, rétt sunnan þjóðvegarins. Munnmæli herma, að Hámundur hal…
Skaftá
Skaftá - Skaftárhlaup Skaftá er blönduð jökulsá og lindá. Meginhluti jökulvatnsins kemur undan Skaftárjökli og nokkuð jökul-  og lindavatn úr Langasj…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…
Systrafoss og Systrastapi
Árið 1186 var sett nunnuklaustur í Kirkjubæ á Síðu sem síðar var nefnt Kirkjubæjarklaustur og eru   örnefnin Systrastapi og Systrafoss tengd þeim tíma…
Tjaldstæðið Kirkjubær ll
Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað í Kirkjubæ árið 1186 og hélzt klausturhald óslitið fram að siðaskiptum 1550. Fjöldi örnefna á Klaustri og …
Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður / Skaftafell /Jökulsárgljúfur var stofnaður 7. júní 2008. Hann nær í upphafi yfir 12.000 ferkílómetra svæði (12% landsins) en mu…
Vatnamót
Vatnamót er stórt vatnasvæði í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem margar ár og sprænur  og flæmast um hraun og sanda. Nokkrar ánna, sem…
Víkurflóð
Víkurflóð er 12 ha og veiðileyfi gilda í því öllu. Þar veiðist vatnableikja, urriði og sjóbirtingur, 1-6 pund. Víkurflóð er 1 km frá bænum Efri-Vík og…
Þykkvabæjarklaustur
Þykkvabæjarklaustur er kirkjustaður í Álftaveri. Þar var munkaklaustur í katólskum sið, stofnað 1168, og  hélzt til siðaskipta. Nafntogaðasti munkuri…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )