Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kirkjubæjarklaustur

Kirkjubæjarklaustur

Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali „Klaustur”.

Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað í Kirkjubæ árið 1186 og hélzt klausturhald óslitið fram að siðaskiptum 1550. Fjöldi örnefna á Klaustri og Skaftárhreppi tengjast klausturhaldinu. Systrastapi, rétt vestur af Klaustri, er klettastapi þar sem talinn er vera legstaður tveggja nunna, sem voru brenndar á báli fyrir ýmsar syndir. Svæðið telst til merkustu sögustaða landsins og segja má að Klaustur og nágrenni geymi margar mestu náttúruperlur Íslands.

Boðið er upp á flest það sem ferðamaðurinn leitar að, hvort sem það er vatnaveiði, veiði í ám, gönguferðir og/eða ökuferðir á fallega, sögufræga staði. Af þessu hefur leitt að þjónusta við ferðamenn er eins og bezt verður á kosið, hvort sem er góð hótel, veitingar, vel skipulögð tjaldsvæði o.fl. Skipulagðar ferðir eru og til margra þekktra staða í hreppnum og sýslunni. Vegalengdin frá Reykjavík er um 255 km.

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 var gestastofan í Skaftafelli tileinkuð öllum þjóðgarðinum. Gestastofa Þjóðgarðsins er líka á Kirkjubæjarklaustri.

Ferð í Lakagiga frá Klaustri

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Dverghamrar
Dverghamrar eru brimsorfnir blágrýtisstuðlar skammt austan Foss á Síðu. Þar eru tvær fallegar     klettaborgir, sem eru skoðunarverðar. Dverghamrar he…
Eldhraun
Heildarflatarmál Skaftáreldahrauna er 565 km² og áætlað rúmmál gosefna, sem komu upp, er 12,3 km³.   Aska frá gosinu barst alla leið til Evrópu. Móðuh…
Eldvatn
Eldvatn er í Meðallandi í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Blátært lindarvatnið á upptök víðsvegar  við og undan Eldhrauninu. Liggur það lengst…
Fjaðrárgljúfur
Fjaðrárgljúfur er meðal stórbrotnustu náttúruundra landsins. Það er skammt vestan  Kirkjubæjarklausturs við Lakaveg / Holtsveg. Fjaðrá fellur þar fram…
Foss á Síðu
Foss á Síðu er stórbrotið bæjarstæði um 10 km fyrir austan Kirkjubæjarklaustur. Fallegur foss fellur ofan af klettunum ofan við bæinn, úr vatni sem ne…
Fossálar
Fossálar eru í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Upptökin eru víða, í Brunahrauni, Þórutjörn og langt uppi á heiðum. Margir og góðir veiðista…
Geirlandsá
Geirlandsá er ein besta sjóbirtingsá landsins. Þar veiðast 4-15 punda fiskar á hverju ári, jafnframt veiðist töluvert af laxi ár hvert. Það er auðvelt…
Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarða
Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru fimm talsins og eru staðsettar í kringum þjóðgarðinn. Í gestastofunum er hægt að nálgast allar upplýsingar um þjó…
Golfklúbburinn Laki
Golfvöllurinn Efri-Vík 880 Kirkjubaejarklaustur Tel.: 487-4694/854-1151 efrivik@simnet.is 9 holes, par 35. Golfvöllur hefur verið starfræktur a…
Grenlækur
Sumir kalla þennan læk Grænalæk og halda því fram, að það sé hið rétta nafn, dregið af því að á hann grænum lit. Lækurinn er í Skaftárhreppi, V - Ska…
Hörgsá
Hörgsá er í Skaftárhreppi í Vestur - Skaftafellssýslu. Hörgsá er tær bergvatnsá, langt komin, sem fellur  lengi í þrengslum og gljúfrum í fögru og hr…
Jónskvísl-Sýrlækur
Sýrlækur er spræna, sem rennur í Jónskvísl og saman renna þær í Grenlæk. Þarna er veitt allvel af sjóbirtingi á tvær stangir á dag. Nokkrar jarðir, þ.…
Kapella sr. Jóns Steingrímssonar
Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var vígð 17. júní 1974 í   tilefni 1100 ára Íslandsbyggðar. Ákveðið var …
Kirkjugólf
Kirkjugólf er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs og skammt frá Hildishaug. Þetta er u.þ.b. 80 m² jökul- og brimsorfinn stuðlabergsflötur, þar s…
Klaustur á Íslandi
Heimildir um einsetulifnað á Íslandi fyrir kristnitökuna árið 1000 og áður en klaustur voru stofnuð, eru til. Meðal þeirra er frásögn af Ásólfi Konáls…
Lakagígar
Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Það hófst 8. júní 1783 á  suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varm…
Landbrot
Landbrot er sveitin austan Eldhrauns, vestan Landbrotsvatna og Skaftá skilur hana frá Út-Síðu. Byggðin stendur aðallega á fornu hrauni, sem rann frá E…
Lómagnúpur
Lómagnúpur er 688 m hátt standberg suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi. Nokkur  augljós merki um berghlaup sjást við þjóðveginn (1790)…
Orrustuhóll, Skaftáreldahrauni
Orrustuhóll er óbrynnishólmi, sem stendur upp úr Skaftáreldahrauni austast á Síðu við Þverá, rétt sunnan þjóðvegarins. Munnmæli herma, að Hámundur hal…
Skaftá
Skaftá - Skaftárhlaup Skaftá er blönduð jökulsá og lindá. Meginhluti jökulvatnsins kemur undan Skaftárjökli og nokkuð jökul-  og lindavatn úr Langasj…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Systrafoss og Systrastapi
Árið 1186 var sett nunnuklaustur í Kirkjubæ á Síðu sem síðar var nefnt Kirkjubæjarklaustur og eru   örnefnin Systrastapi og Systrafoss tengd þeim tíma…
Tjaldstæðið Kirkjubær ll
Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað í Kirkjubæ árið 1186 og hélzt klausturhald óslitið fram að siðaskiptum 1550. Fjöldi örnefna á Klaustri og …
Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður / Skaftafell /Jökulsárgljúfur var stofnaður 7. júní 2008. Hann nær í upphafi yfir 12.000 ferkílómetra svæði (12% landsins) en mu…
Vatnamót
Vatnamót er stórt vatnasvæði í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem margar ár og sprænur  og flæmast um hraun og sanda. Nokkrar ánna, sem…
Víkurflóð
Víkurflóð er 12 ha og veiðileyfi gilda í því öllu. Þar veiðist vatnableikja, urriði og sjóbirtingur, 1-6 pund. Víkurflóð er 1 km frá bænum Efri-Vík og…
Þykkvabæjarklaustur
Þykkvabæjarklaustur er kirkjustaður í Álftaveri. Þar var munkaklaustur í katólskum sið, stofnað 1168, og  hélzt til siðaskipta. Nafntogaðasti munkuri…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )