Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skaftá

Skaftá í hlaupi

Skaftá – Skaftárhlaup

Skaftá er blönduð jökulsá og lindá. Meginhluti jökulvatnsins kemur undan Skaftárjökli og nokkuð jökul-  og lindavatn úr Langasjó um Útfall. Mest er vatnsmagnið þaðan á heitum sumardögum. Meðal fjölmargra þveráa Skaftár í óbyggðum eru Nyrðri- og Syðri-Ófæra, Grjótá og Hellisá. Vatnssvið Skaftár hjá Skaftárdal er í kringum 1400m2 og meðalrennsli í kringum 122 m3/sek (87 l/sek af km2; afrennsli Skjálfandafljóts er 24 l/sek af km2).

Hlaup í Skaftá eru algeng og fylgir þeim stækur brennisteinsþefur. Þau eiga upptök sín í sigkötlum norðvestan Grímsvatna í Vatnajökli. Sig­katl­arn­ir eru tveir, eystri og vest­ari í vest­an­verðum Vatna­jökli. Í Skaftáreldum fylltust gljúfur Skaftár af hrauni frá Lakagígum vestari og síðan hefur áin flæmst ofan á hrauninu án raunverulegs farvegar. Hlaup úr Eystri-Skaft­ár­katli eru að jafnaði stærri en hlaup­in úr Vest­ari katl­in­um. Skaft­ár­hlaup eins og þau koma fram í dag hóf­ust árið 1955 en síðan þá er vitað um yfir 50 jök­ul­hlaup í Skaftá. Að jafnaði hleyp­ur úr hvor­um katli fyr­ir sig á tveggja ára fresti. Ofan Skaftárdals fellur hún í 9 m háum fossi, Hundafossi, fram af hraunbrún. Áin breiðir mikið úr sér fyrir framan Skaftárdal og rennur þar í mörgum kvíslum (Skaftárdalsvatn) en greinist siðan neðar í þrjár kvíslar, Eldvatn (mest; rennur til Kúðafljóts), Árkvíslar, sem renna um Eldhraunið og hverfa í það að hluta og sumpart hefur framrás þess verið hindruð, og Skaftá, sem fellur austur með Síðu, en þverr stundum í miklum vetrarhörkum.

5 september 2021. Hlaup er hafið í Eystri-Skaft­ár­katli.
Síðast hljóp úr Eystri-Skaft­ár­katli í ág­úst 2018 og miðað við vatns­stöðuna í katl­in­um fyr­ir hlaup er lík­legt að þetta hlaup verði ámóta stórt.

29 ágúst 2023. Hlaup er hafið í Eystri-Skaft­ár­katli.

Þegar vatn hleypur úr Skaftárkötlunum rennur það fyrst um 40 km leið undir jöklinum og síðan um  km eftir farvegi Skaftár áður en það kemur að fyrsta vatnshæðarmælinum við Sveinstind.

Myndasafn

Í grennd

Eldhraun
Heildarflatarmál Skaftáreldahrauna er 565 km² og áætlað rúmmál gosefna, sem komu upp, er 12,3 km³.   Aska frá gosinu barst alla leið til Evrópu. Móðuh…
Eldvatn
Eldvatn er í Meðallandi í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Blátært lindarvatnið á upptök víðsvegar  við og undan Eldhrauninu. Liggur það lengst…
Geirlandsá
Geirlandsá er ein besta sjóbirtingsá landsins. Þar veiðast 4-15 punda fiskar á hverju ári, jafnframt veiðist töluvert af laxi ár hvert. Það er auðvelt…
Grímsvötn
Eldgos í Grímsvötnum Undir Vatnajökli austur af Grímsfjalli eru Grímsvötn virkasta eldstöð landsins. Talið er að þar hafi gosið oftar en hundrað sinn…
Kirkjubæjarklaustur
Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali …
Lakagígar
Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Það hófst 8. júní 1783 á  suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varm…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…
Sveinstindur skáli Útivistar
Skálinn við Sveinstind er suðaustan við fjallið. Aðkoma bifreiða er frá slóða að Langasjó en að skálanum er fylgt stikuðum slóða vatnamælingamanna til…
Vatnajökull kort
Kort af Vatnajökli Hér má sjá alla jökla sem saman mynda Vatnajökul og ýmsa staði sem tengjast Vatnajökli. On this map you can see the Glaciers how …
Vatnamót
Vatnamót er stórt vatnasvæði í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem margar ár og sprænur  og flæmast um hraun og sanda. Nokkrar ánna, sem…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )