Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sveinstindur skáli Útivistar

Sveinstindur skáli

Skálinn við Sveinstind er suðaustan við fjallið. Aðkoma bifreiða er frá slóða að Langasjó en að skálanum er fylgt stikuðum slóða vatnamælingamanna til austurs. Fyrri hluta sumars geta verið sandbleytur í slóðanum. Gönguleið hefur verið stikuð frá akslóða að Langasjó að skálanum og einnig hefur verið stikuð gönguleið á tindinn frá suðvestri. Frá skálanum er þriggja tíma ganga á tindinn og til baka. Útsýni af Sveinstindi lætur engan ósnortinn, þar blasir Langisjór við í allri sinn dýrð í fjalla- og jökulramma. Einstök sýn er til austurs að Lakagígaröðinni. Af áhugaverðum dagleiðum má nefna göngu inn með Fögrufjöllum. Skaftártungumenn gista í Sveinstindi er þeir smala Fögrufjöll. Húsið var endurreist af Útvistarmönnum haustið 1999 og var það einkar vel heppnuð framkvæmd, því húsið er bjart og hlýtt og sómir sér mjög vel í umhverfinu. Kynt er með litlum olíuofni og þar er jafnframt gashella og allra nauðsynlegustu eldunaráhöld. Á sumrin er drykkjarvatn leitt að húsinu. Svefnpláss er fyrir 18.
Sími: 562-1000
Bóka núna beint

GPS hnit: 64°05.176´N 18°24.946´W.
Efni af vef Útivistar.

Sveinstindur (1090m) er áberandi, keilulagaður tindur í Fögrufjöllum við suðurenda Langasjávar á Skaftártunguafrétti. Hann er hæstur fjalla á þessu svæði, sést víða að og útýni af honum er mikið. Fjallið er auðgengt. Þorvaldur Thoroddsen gaf því nafn Sveins Pálssonar læknis og náttúrufræðings.

Myndasafn

Í grennd

Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Langisjór
Langisjór er 20 km langt og mest 2 km breitt stöðuvatn suðvestan Vatnajökuls milli Tungnárfjalla og    Fögrufjalla. Flatarmál þess er 27 km², mesta d…
Skaftá
Skaftá - Skaftárhlaup Skaftá er blönduð jökulsá og lindá. Meginhluti jökulvatnsins kemur undan Skaftárjökli og nokkuð jökul-  og lindavatn úr Langasj…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )