Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eldvatn

Eldvatn er í Meðallandi í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Blátært lindarvatnið á upptök víðsvegar  við og undan Eldhrauninu. Liggur það lengst af með hraunbrúninni að sunnan, og er þar allvel gróið og umhverfið ægifagurt. Vegur nr. 204 liggur yfir það, og þægilegt að komast að veiðistöðum. Gott veiðihús er við vatnið. Í Eldvatni er sjóbirtingur og sjóbleikja af allgóðri stærð. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b 275 km og 20 km frá Klaustri.

 

Myndasafn

Í grennd

Kirkjubæjarklaustur
Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali …
Landbrot
Landbrot er sveitin austan Eldhrauns, vestan Landbrotsvatna og Skaftá skilur hana frá Út-Síðu. Byggðin stendur aðallega á fornu hrauni, sem rann frá E…
Skaftá
Skaftá - Skaftárhlaup Skaftá er blönduð jökulsá og lindá. Meginhluti jökulvatnsins kemur undan Skaftárjökli og nokkuð jökul-  og lindavatn úr Langasj…
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )