Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Landbrot

Landbrot er sveitin austan Eldhrauns, vestan Landbrotsvatna og Skaftá skilur hana frá Út-Síðu. Byggðin stendur aðallega á fornu hrauni, sem rann frá Eldgjá og sumir telja á sögulegum tíma.

Eitt sérkenna þessa landslags er gjallhólaþyrpingin Landbrotshólar, sem eru gervigígar.   Þeir mynduðust við gufusprengingar eftir að hraunið rann yfir votlendi. Þeir eru misjafnir að gerð og lögun og sumir holir að innan. Fyrrum voru þeir jafnvel notaðir sem fjárbyrgi. Margir lækir falla undan hrauninu og bæirnir eru þar sem gróðursælast er.

Myndasafn

Í grennd

Eldvatn
Eldvatn er í Meðallandi í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Blátært lindarvatnið á upptök víðsvegar  við og undan Eldhrauninu. Liggur það lengst…
Kirkjubæjarklaustur, Kapella sr. Jóns Steingrímssonar
Kapella sr. Jóns Steingrímssonar Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var vígð 17. júní 1974 í tilefni 1100…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )