Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eldhraun

Skaftáreldahraun

Heildarflatarmál Skaftáreldahrauna er 565 km² og áætlað rúmmál gosefna, sem komu upp, er 12,3 km³.  Eldhraun Aska frá gosinu barst alla leið til Evrópu. Móðuharðindin komu í kjölfar gossins vegna þess, hve eitrað það var. Talið er að 53% nautgripa (11.500), 82% sauðfjár (190.000) og 77% hrossa (28.000) hafi fallið. Af þessum sökum dóu 20% þjóðarinnar (10.000) á árunum 1783-86.

Uppskerubrestur, pestir og hörmungar í Evrópu í kjölfar gossins eru raktar til þess, þannig að leiða má líkur að því, að það hafi verið meðal ástæðna frönsku stjórnarbyltingarinnar 1789.

Þetta eldgos olli samt ekki eins miklum hörmungum og Eldgjárgos árið 934, sem er óstaðfest, en olli líklega mun meiri hörmungum og víðtækari loftslagsbreytingum í Evrópu og Miðausturlöndum samkvæmt nýuppgötvuðum heimildum (2005).

Á danska þinginu var rætt um að flytja hina 40.000 Íslendinga, sem eftir voru til Jótlandsheiða, en úr því varð ekki. Líklegt er talið, að gosmóða í lofti í Evrópu hafi valdið uppskerubresti árum saman og jafnvel verið þáttur í byltingum víða um lönd, s.s. frönsku stjórnarbyltingunni 1789. Flestir gíganna eru nú huldir grámosa og óvíða á landinu er stórfenglegra og fegurra landslag að sjá en uppi á Síðuafrétti. Gígaröðin var friðlýst 1971.

Myndasafn

Í grennd

Baðstofuhellir – Bæjarhellir
Sandsteinshöfðinn Hellnaskagi er hluti syðsta býlis landsins, Garða. Hann gengur vestur í Dyrhólaós og   uppi á honum eru rústir bæjarins Hella, sem f…
Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Kapella sr. Jóns Steingrímssonar
Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var vígð 17. júní 1974 í   tilefni 1100 ára Íslandsbyggðar. Ákveðið var …
Kirkjubæjarklaustur
Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali …
Lakagígar
Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Það hófst 8. júní 1783 á  suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varm…
Reynishverfi
Garðar í Reynishverfi er syðsta býli á íslandi. Vestan þess er eyðibýðið Hellur, þar sem eru nokkrir hellar   í móbergsklöppunum. Einn þeirra er Baðst…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )