Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Baðstofuhellir – Bæjarhellir

Reynistangar

Sandsteinshöfðinn Hellnaskagi er hluti syðsta býlis landsins, Garða. Hann gengur vestur í Dyrhólaós og   uppi á honum eru rústir bæjarins Hella, sem fór í eyði 1909. Auk Baðstofuhellis eru bæði manngerðir og náttúrulegir hellar í höfðanum, s.s. Grænkelluhellir, Hrossatröð og Heyhellir, sem er fallinn.

Baðstofuhellir er kunnur fyrir vetrarpartsdvöl Jóns Steingrímssonar þar árið 1755. Bóndinn úthlutaði honum vist í hellinum, sem var þá líklega tengdur bænum um göng hægra megin dyra. Jón stækkaði hellinn og bjó þar með bróður sínum í bezta yfirlæti. Á meðan á dvölinni stóð var Jón að læra þýzku, sem kveikti í honum áhuga á eldgosum og sögu þeirra. Þegar bræðurnir voru að koma sér fyrir í hellinum, hófst mikið Kötlugos. Jón Sigurðsson, sýslumaður, skrifaði skýrslu um gosið, sem Jón Steingrímsson byggði mun gleggri greinargerð á. Hið síðara eldrit í kjölfar Skaftárelda 1783-84 var þó mun greinarbetra og verður vafalaust handagagn jarðvísindamanna á meðan jörðin byggist.

Baðstofuhellir er u.þ.b. 6 m langur, tæplega 3 m breiður og 2 m á hæð. Bogadregna skotið innst í honum er líklega verk Jóns. Hleðsla er fyrir munna hellisins og viðarþil með dyrum og gluggum. Síðast var hellirinn nýttur sem fjárhús.

Heimild: Byggt á minningum Eyjólfs Guðmundssonar (Minningar úr Mýrdal, bls. 64).
Mynd: Reynisdrangar

Myndasafn

Í grend

Kapella sr. Jóns Steingrímssonar
Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var vígð 17. júní 1974 í   tilefni 1100 ára Íslandsbyggðar. Ákveðið var …
Lakagígar
Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Það hófst 8. júní 1783 á  suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varm…
Reynishverfi
Garðar í Reynishverfi er syðsta býli á íslandi. Vestan þess er eyðibýðið Hellur, þar sem eru nokkrir hellar   í móbergsklöppunum. Einn þeirra er Baðst…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Tjaldstæðið Vík Mýrdal
Tjaldstæðið Vík Mýrdal: Tjaldsvæðið í Vík er rétt við Víkurþorp. Á tjald svæðinu er boðið upp á flesta þá þjónustu er tjaldgestir þurfa svo sem raf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )