Tjaldstæðið Vík Mýrdal:
Tjaldsvæðið í Vík er rétt við Víkurþorp. Á tjald svæðinu er boðið upp á flesta þá þjónustu er tjaldgestir þurfa svo sem rafmagn fyrir húsbíla og í þjónustuhúsi eru salerni, heitt og kalt vatn, sturtur og aðstaða til að matast. Stutt er í alla þjónustu sem er í göngufjarlægð frá tjaldsvæðinu.
Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 30. október. Á veturnar er tjaldsvæðið lokað.
Ströndin suður af Vík er rómuð fyrir náttúrufegurð og árið 1991 útnefndi tímaritið Island Magazine ströndina sem eina af tíu fegurstu eyjaströndum heims.