Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Landmannalaugar

Sigalda (F-208) 27 km, Vegamót (26/F-225) 29 km Landmannahellir 20 km.<Landmannalaugar> Eldgjá 41 km, Klaustur 120 km.

Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar lindir, sem sameinast í Laugalæknum, þar sem fólk baðar sig gjarnan í volgu vatninu. Lækjarbakkarnir eru ótrúlega vel grónir en víðast mýrlendir. Fólk er beðið um að nota eingöngu tréstíginn niður að læknum, hyggist það skoða sig um eða fara í bað. Það er bannað að nota sápu í læknum. Umhverfi Landmannalauga, sem opnast skyndilega fyrir augum ferðamanna, þegar þeir eru komnir á vegamótin sunnan Frostastaðaháls, líkist helzt ævintýri. Litskrúð fjallanna, Barms, Bláhnjúks, Brennisteinsöldu og Suðurnáms, og andstæðan, sem birtist í koldökkum og glansandi ljósgrýtishraununum, er hreint ótrúleg. Landmannalaugar eru á tungu milli Jökulgilskvíslar og Námskvíslar. Suður frá Landmannalaugum gengur hið 13 km langa Jökulgil, sem hægt er að skoða gangandi, þegar lítið er í ánni. Það þarf að vaða hana nokkrum sinnum til að komast inn í botn.

Bláhnjúkur, Brennisteinsalda, Barmur og Laugahraun eru líka vinsæl viðfangsefni göngugarpa. Landmannalaugar geta líka verið upphafsstaður gönguferðar um „Laugaveginn” suður í Þórsmörk á 3-4 dögum. Þessi leið er mjög vinsæl og tiltölulega létt (u.þ.b. 53 km). Aðstaða fyrir ferðamenn í Landmannalaugum er nokkuð góð. Þar er skáli Ferðafélags Íslands frá 1969. Hann getur hýst 110 manns eða fleiri, ef nauðsyn krefur. Snyrtiaðstaða er líka góð en tjaldstæðin eru á hörðum og ógrónum aurum, þar sem er erfitt að koma niður hælum.
Oft þarf að bera grjót á tjöldin. Grjótið er í hrúgum á tjaldstæðinu og ætlazt er til, að fólk beri það aftur í hrúgur, þegar tjöldin eru tekin niður. Landmannalaugar tilheyra Friðlandi að Fjallabaki.

Laugahraun (ríólít) gnæfir yfir Landmannalaugum. Það nær að Grænagili, Námskvísl og Brennisteinsöldu. Um það liggur nyrzti hluti Laugarvegar. Gígar þess eru m.a. uppi í hlíðum Brennisteinsöldu, skammt frá stígnum.

Námshraun (ríólít) kom upp á hálsinum norðan Suður-Náma. Hraunið flóði niður að Frostastaðavatni og að Jökulgilskvísl og vegurinn inn í Laugar var ruddur um það.

Námskvísl verður til úr nokkrum kvíslum úr Vondugiljum austan Háöldu og frá Suður-Námum. Hún rennur með norðanverðu Laugahrauni til Jökulgilskvíslar.

Á sumrin eru Laugarnar  viðkomustaður rútuáælun Kynnisferða.

Rútuáætlun Landmannalaugar

Gönguleiðin Laugavegur

Myndasafn

Í grennd

Álftavatn
Álftavatn er í Soginu á mörkum Grafningshrepps og Grímsness. Það er 2,2 km², dýpst 2 m og í 15 m hæð yfir sjó. Vegir liggja að vatninu frá báðum hliðu…
Dómadalsleið
Dómadalsleið er vestasti hluti hinnar gömlu Landmannaleiðar, sem er tíðast kölluð Fjallabaksleið nyrðri. Hún liggur austur úr Sölvahrauni, austan norð…
Emstrur
Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, br…
Fjallabak nyðra Landmannaleið
Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og Torfajökul…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Gaumlisti Fyrir Göngufólk
Fjöldi ferðamanna ferðast fótgangandi. Sumir rölta milli hótela og sundstaða, aðrir verzla á Laugaveginum, en æ fleiri leggja land undir fót og ganga …
Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst v…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Hellismannaleið
Gönguleiðin Hellismannaleið Gönguvegalengdin er samtals um 55 km. Hér er henni skipt í þrjá þægilega áfanga. Hún hefst í Landmannalaugum og endar á R…
Hrafntinnusker
Hrafntinnusker Hrafntinnusker er 1128 m hátt fjall við Austur-Reykjadali, austan Heklu. Það er hægt að aka langleiðina þangað frá Sátubarni á Dómadal…
Landmannahellir
Landmannahellir er í móbergsfellinu Hellisfjalli sunnan Löðmunds og vestan Löðmundarvatns. Hann er 4 m hár, 8 m breiður og 14 m langur. Ferðamenn og g…
Landmannalaugar Skálar FÍ
Ferðafélag Íslands byggði fyrsta skálann í Landmannalaugum árið 1951 en núverandi hús er að stofni frá  1969. Skálarnir standa í u.þ.b. 600 m hæð yfir…
Markarfljót
Markarfljót á meginupptök sín í Mýrdalsjökli en einnig úr Eyjafjallajökli og fönnum Hrafntinnuskers. Áin er u.þ.b. 100 km löng og vatnasviðið nálægt 1…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Vötn að fjallabaki
Hin eina sanna Landmannaleið liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu um Dómadal. Þetta er einn og litskrúðugasti fjallvegur landsins, sem er akfær…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )