Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Markarfljót

Keldur 48 km <Markarfljót> Álftavatn 10 km.

Markarfljót á meginupptök sín í Mýrdalsjökli en einnig úr Eyjafjallajökli og fönnum Hrafntinnuskers. Áin er u.þ.b. 100 km löng og vatnasviðið nálægt 1070 km². Hún er oftast vel fær jeppum á Miðveginum en þegar niður í byggð er komið, er hún orðin að stórfljóti. Markarfljótsgljúfur, næstum 200 m djúpt, er stórfenglegast ofan ármóta Syðri Emstruár. Áin flæmdist víða niðri á láglendinu og braut land áður en varnargarðar voru byggðir. Fyrsta brúin var byggð yfir hana nærri Litla-Dímon árið 1934. Hún var fjarlægð eftir að nýja brúin nokkru neðar var opnuð.

Önnur brú, hin næstelzta, er á Emstrum, suðvestan Hattfells, á leiðinni úr Flótshíðinni inn á Miðveg um Emstrur, og hin þriðja og nýjasta er allmiklu neðar en fyrsta brúin var, því að þjóðvegurinn var færður jafnframt brúarbyggingunni til að stytta hann.

Stóra- og Litla-Dímon eru á Markarfljótsaurum í nágrenni elztu brúarinnar. Nafnið Dímon er talið merkja tvífjall, ef það er dregið af latneska heitinu „di montes”. Báðar hæðirnar eru velgrónar og hin stóra (178m) er í mynni Markarfljótsdals. Þar eru mörk Austur-Landeyja, Fljótshlíðar og Vestur-Eyjafjalla. Rauðaskriða, sem getið er í Njálu, er í Stóru-Dímon. Litla-Dímon er rétt við brúna og veginn, sem liggur inn í Þórsmörk.

Við Markarfljót sátu Njálssynir fyrir Þráni Sigfússyni þegar hann var að koma frá Runólfi á Dal. Þráinn hafði komið Nálssonum í vandræði gagnvart Hákoni jarli í Noregi og neitaði að greiða þeim bætur þegar út var komið til Íslands. Nú skyldi hefnt. Í þeim bardaga vó Skarphéðinn Þráin Sigfússon. Í framhaldi af því bauð Njáll Höskuldi syni Þráins og Þorgerðar Glúmsdóttur fóstur hjá sér og gerði ætíð mjög vel við Höskuld, útvegaði honum meðal annars goðorð og gott kvonfang.

 

Myndasafn

Í grend

Dómadalsleið
Dómadalsleið er vestasti hluti hinnar gömlu Landmannaleiðar, sem er tíðast kölluð Fjallabaksleið nyrðri. Hún liggur austur úr Sölvahrauni ...
Dómadalsvatn
Dómadalsvatn er skammt norðan Landmannaleiðar (Dómadalsleiðar) í dalverpi, sem er umgirt fjöllum. vatselgur er í Dómadal í vorleysingum. Su ...
Emstrur
Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök ...
Eskihlíðarvatn
Eskihlíðarvatn er ágætt veiðivatn á Landmannaafrétti. Það er 1,53 km², dýpst 27 m og í 528 m hæð yfir og er að- og frárennslislaus á ...
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri ...
Frostastaðavatn
Frostastaðavatn er að mestu umgirt hraunum, Dómadalshraun að vestan, Námshraun að sunnan og að norðan. Vatnið og umhverfi þess er ægifagur ...
Gjáin
Gjáin, innarlega í Þjórsárdal, er meðal fegurstu vinja í jaðri hálendisins. Gjárfoss í Rauðá, aðrir fossar og iðjagrænt umhverfið, lj ...
Hekla
Hekla stendur á u.þ.b. 40 km langri gossprungu með na og sv stefnu, en sjálft fjallið er nærri 5 km langt. Hæð þess losar 1500 m. Talið er a ...
Hnausapollur
Hnausapollur er annað tveggja gígvatna Veiðivatnasprungnanna sunnan Tungnaár, hitt er Líkt og við Ljótapoll er ekið upp á norðvestanverðan ...
Hrafntinnusker
Hrafntinnusker Hrafntinnusker er 1128 m hátt fjall við Austur-Reykjadali, austan Heklu. Það er hægt að aka langleiðina þangað frá Sátubarn ...
Kirkjufellsvatn
Kirkjufellsvatn er austan Kirkjufells (964m) og úr því fellur Kirkjufellsós til Tungnár, en við hann eru Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýslna ...
Landmannalaugar
Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar lindir, sem ...
Landmannaleið
Á Landmannaleið: KRINGLA - HELLISKVÍSL - RAUÐFOSSAFJÖLL - MÓGILSHÖFÐAR - JÖKULGIL BJALLAR - KIRKJUFELL - KÝLINGAR - JÖKULDALIR - HERÐUBRE ...
Lifrarfjallavatn
Lifrarfjallavatn er stuttan spöl norðan Dómadalsháls og þangað er u.þ.b. 20 mínútna gangur frá veginum hálsinn. Umhverfi fjöllum kringds ...
Ljótipollur
Ljótipollur er í syðsta gíg eldsprungunnar, sem Veiðivötn urðu til á 1477, rétt norðan Frostastaðavatns, sunnan Tungnár eins og Hnausapol ...
Löðmundarvatn
Löðmundarvatn er á Landmannaafrétti. Það er 0,75 km² og í 590 m hæð yfir sjó. Lítið vatn rennur til en Helliskvíslin rennur frá því ...
Tindfjallajökull
Tindfjallajökull (1251m) er u.þ.b. 19 km² upp af innanverðri Fljótshlíð. Nafnið er réttnefni vegna margra tinda, sem standa upp úr jöklinum ...
Torfajökull
Torfajökull rís hæst í 1190 m og flatarmál hans er u.þ.b. 15 km². Hann er ekki auðséður úr öllum áttum, víða skyggja önnur fjöll á ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )