Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Emstrur

Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, brött og sérstök í útliti, s.s. Stóra-Súla (908m), Hattfell (909m), Stórkonufell og Stóra- og Litla-Mófell. Leitarmannaskáli er í Hattfellsgili, vestan við Hattfell. Gönguskáli Ferðafélags Íslands er norðan við Syðri-Emstruá í Fremri-Botnum. Það var reist 1978. „Laugavegurinn”, milli Landmannalauga og Þórsmerkur liggur þar um. Það var ekið um á góðum fjallabílum milli Þórsmerkur og Hvanngils, en Syðri-Emstruáin var erfiður farartálmi, öxul- og drifskaftsbjótur mikill. Um leið og skálinn var byggður við hana 1978, var komið fyrir göngubrú yfir hana. Hana tók af í flóði 1988 og önnur, rammgerðari, var byggð sama ár.

Hinar árnar, sem einnig voru farartálmar, eru Nyrði-Emstruá (brúuð 1975) og Bláfjallakvísl. Fé, sem beitt var á afréttinn fyrrum, var ferjað yfir Markarfljót á drætti en það var brúað 1978 nokkru neðan kláfsins í svokölluðum Króki og þar með opnaðist ný ökuleið um Emstrur.

Gaumlisti Fyrir Göngufólk

Myndasafn

Í grennd

Álftavötn, Útivist
Álftavötn eru við haglendi á milli Bláfjalls og Eldgjár. Stærsta vatnið er Álftavatn. Þau eru í fremur gróðurlitlu umhverfi en fjallasýn er fögur. Svæ…
Almenningar
Almenningar eru uppblásinn og víða örfoka afréttur Vestur-Eyfellinga. Þeir ná frá Þröngá í suðri að   Syðri-Emstruá í norðri og Markarfljóti í vestri …
Fjallabak nyðra Landmannaleið
Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og Torfajökul…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Gjábakki
Gjábakki er eyðibýli í Þingvallasveit, rétt austan þjóðgarðsins og misgengja Þingvallalægðarinnar. Leiðin  um Hrafnabjargarháls að Reyðarbarmi um Rey…
Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst v…
Hrafntinnusker
Hrafntinnusker Hrafntinnusker er 1128 m hátt fjall við Austur-Reykjadali, austan Heklu. Það er hægt að aka langleiðina þangað frá Sátubarni á Dómadal…
Landmannalaugar
Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar lindir, sem samein…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )