Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mælifellssandur

Stóri Dímon

Álftavatn 7 km <Mælifellssandur> Emstrur 7 km, þjóðvegur 1 við Eldvatn 60 km. Klaustur 83 km.

Mörk Mælifellssands eru Kaldaklofskvísl í vestri, Torfajökulssvæðið í norðri, Mýrdalsjökull í suðri og Hólmsá í austri.

Njálssaga segir að Flosi og brennumenn hafi riðið Gásasand eftir Njálsbrennu. Þetta nafn mun hafa verið notað um vestari hluta Mælifellssands en fellið, sem sandurinn dregur nafn af nú ,er austar og hefur líklega verið landamerki (mælipunktur) á landnámsöld. Sandurinn er í 600 m.y.s. Hann er tiltölulega sléttur og gróðurlaus og þar verður fólk að vara sig á sandbleytum í kvíslum.

Í vor- og sumarleysingum breytist hann í hafsjó af vatni. Stakt fell á austanverðum sandinum heitir  Strútur Mælifell (791m). Miðvegur (Syðri fjallabaksleið) liggur um sandinn.

Árið 1868 urðu fjórir Skaftfellingar úti vestarlega á sandinum, þar sem heitir nú Slysaalda.
Tveir menn urðu úti á svipuðum slóðum, þegar þeir reyndu að komast til byggða eftir að þyrla þeirra brotlenti að vetri til.

Austan Mælifells eru Brytalækir, sem spretta upp undan hraunrönd og renna í Hólmsá lítið eitt austar en Brennivínskvísl. Brennivínskvísl er ein upptakakvísla Hólmsár og á upptök sín undir Strútsöldum norðan Mælifells. Hún fær til sín meira vatn niðri á sandinum. Á sumrin falla til hennar jökulkvíslar undan Mýrdalsjökli. Hún fellur til Hólmsár hjá Svartafelli.

Hólmsárbotnar er nokkuð gróið flat- og blautlendi suðaustan Torfajökuls. Þar kemur Hólmsá fram úr tveimur giljum og myndar Hólmsárlón. Þarna eru heitar laugar, hin stærsta Strútslaug við norðurenda lónsins. Þar er graslendi, sem er þó ekki góður hagi.

Myndasafn

Í grennd

Emstrur
Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, br…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Kirkjubæjarklaustur
Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Strútur skáli, Útivist
Strútur var byggður fyrir 26 gesti haustið 2002. Slóðin að honum liggur vestan Mælifells frá   Miðvegi/Fjallabaksleið syðri á Mælifelssandi. Áhugaverð…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )