Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eyvindarmúli

Eyvindarmúli er fyrrum kirkjustaður í Fljótshlíð. Nafnið er komið frá Eyvindi Baugssyni, sem   Landnáma   segir hafa búið þar fyrstur. Kirkjan þar var helguð Jóhannesi postula á katólskum tímum. Bærinn var í Fljótshlíðarþingum, sem voru lögð niður 1880 og þá var sóknin færð til Breiðabólstaðar. Sextán árum síðar var kirkjan lögð niður og sóknin sameinuð Teigssókn og sóknarkirkjan að Hlíðarenda.

Á sturlungaöld var Eyvindarmúli eitt höfuðsetra Oddaverja og á fyrri hluta 16. aldar bjó þar Hólmfríður Erlendsdóttir ríka. Einkakapella hennar var kölluð Kapelluhús í Árkvörn og þangað liggur Hólmfríðargata.

Afkomendur hennar búa enn á staðnum. Ofan bæjar eru fallegar stuðlabergsmyndanir.

Myndasafn

Í grennd

Hvolsvöllur
Hvolsvöllur á Suðurlandi Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komn…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )