Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eyvindarmúli

Eyvindarmúli er fyrrum kirkjustaður í Fljótshlíð. Nafnið er komið frá Eyvindi Baugssyni, sem  Landnáma   segir hafa búið þar fyrstur. Kirkjan þar var helguð Jóhannesi postula á katólskum tímum. Bærinn var í Fljótshlíðarþingum, sem voru lögð niður 1880 og þá var sóknin færð til Breiðabólstaðar. Sextán árum síðar var kirkjan lögð niður og sóknin sameinuð Teigssókn og sóknarkirkjan að Hlíðarenda.

Á sturlungaöld var Eyvindarmúli eitt höfuðsetra Oddaverja og á fyrri hluta 16. aldar bjó þar Hólmfríður Erlendsdóttir ríka. Einkakapella hennar var kölluð Kapelluhús í Árkvörn og þangað liggur Hólmfríðargata.

Afkomendur hennar búa enn á staðnum. Ofan bæjar eru fallegar stuðlabergsmyndanir.

Mynd af heimasíðu Eyvindarmúla.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...
Hvolsvöllur
Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komnar á flesta ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )