Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Almenningar

Almenningar eru uppblásinn og víða örfoka afréttur Vestur-Eyfellinga. Þeir ná frá Þröngá í suðri að   Syðri-Emstruá í norðri og Markarfljóti í vestri að Merkurjökli í austri. Jökulsáin Ljósá, sem rennur til Markarfljóts, skiptir þeim í tvennt, framafrétt og innafrétt. Framafrétturinn er mishæðóttur og frammjór háls frá jökli að Markarfljóti. Næst jöklinum heitir hann Lakar. Gráfell er vestantil á afréttinum og austan við það er Þvergil, sem sker hann í sundur. Suðvestan fellsins er síminnkandi skógarspilda, sem kallast Kápa. Talið er, að Steinfinnsstaðir hafi verið á þessum slóðum.

Farvegur Þröngár ber nafnið með rentu. Nokkur rauð eldvörp eru áberandi innan Ljósár. Frá þeim runnu talsverð hraun eftir ísöld. Þetta gígasvæði er kallað Fauskheiði eða Fauskatorfur. Þar var hellir, sem gangnamenn hírðust stundum í og kölluðu hann Almenningsból. Bjórgil og Slyppugil eru innarlega á afréttinum og innan við þau er Langháls, sem liggur þvert yfir afréttinn.

Syðri-Emstruáin er skammt norðan Langháls og yfir hana liggur göngubrúin á Laugavegsleiðinni,
Mynd: Þröngá

Myndasafn

Í grennd

Emstrur
Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, br…
Landmannalaugar
Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar lindir, sem samein…
Markarfljót
Markarfljót á meginupptök sín í Mýrdalsjökli en einnig úr Eyjafjallajökli og fönnum Hrafntinnuskers. Áin er u.þ.b. 100 km löng og vatnasviðið nálægt 1…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )