Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Landmannalaugar Skálar FÍ

Landmannalaugar

Ferðafélag Íslands byggði fyrsta skálann í Landmannalaugum árið 1951 en núverandi hús er að stofni frá  1969. Skálarnir standa í u.þ.b. 600 m hæð yfir sjó við jaðar Laugahrauns og rétt við heitar uppsprettur, sem eru vinsælar til baða. Húsið er á tveimur hæðum. Niðri er stór svefnskáli, eldhús, húsvarðarstofa, rúmgott anddyri og geymsla. Uppi eru 3 svefnloft og lítið kvistherbergi. Alls hýsir skálinn 75 manns í kojum og á dýnum. Húsið er upphitað og gas er notað til matreiðslu. Öll nauðsynleg áhöld eru í eldhúsinu. auk gistiskálans er stórt hreinlætishús með sturtum og vatnssalernum. Tjaldstæði er á flötunum við skálann. Heit, náttúruleg laug, Laugalækurinn, er steinsnar frá skálanum.

Landmannalaugar eru annaðhvort upphafs- eða endastaður gönguleiðarinnar um Laugaveginn til eða frá Þórsmörk. Umhverfis skálann er fjöldi ægifagurra gönguleiða, s.s. á Bláhnúk, Brennisteinsöldu, Skalla, Hatt eða Reykjakoll, í Suðurnámur, á Háöldu, í Brandsgil og Sveinsgil. Lengri leiðir liggja inn eftir Jökulgili eða upp á Torfajökul.

Sími frá 1. júlí til 30. september: 860-3335
GPS staðsetning: 63°59.600 19°03.660.
Heimild: Vefur FÍ.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )