Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eldgjá

Eldgjá er u.þ.b. 40 km löng gossprunga norður frá Mýrdalsjökli að Gjátindi og norðan hans má rekja hana að Uxatindum. Hún er einstakt náttúrufyrirbæri, sem talið er hafa myndast í stórgosi í kringum árið 934. Hún er víða 600 m breið og allt að 200 m djúp. Hraunin, sem runnu frá henni eru talin þekja 700 km², sem er mesta flatarmál hrauns á sögulegum tíma á landinu. Það teygist niður í Álftaver til sjávar.

Nú eru uppi kenningar um, að afleiðinga þessa stórgoss hafi gætt í Evrópu og Miðausturlöndum, þar sem uppskerubrestur, pestir og hörmungar komu í kjölfarið. Þessar ályktanir eru byggðar á nýfundnum heimildum frá sama tíma. Þetta gos olli líklega mun meiri óáran en Lakagígagosið 1783-84, sem sumir telja til orsaka frönsku stjórnarbyltingarinnar árið 1789.

Þegar komið er niður af Herðubreiðarhálsi, er hægt að aka nokkurn spöl til vinstri inn í Eldgjá og ganga þaðan að Ófærufossi.

Steinboginn, sem lá yfir ána í miðjum vesturhlíðum gjárinnar hrundi árið 1993. Vegur liggur upp á austurbarm Eldgjár. Til að komast þangað þarf að aka Nyrði-Ófæru á vaði, sem getur verið varasamt. Óhætt er að mæla með göngu upp á Gjátind, þaðan sem útsýni er frábær yfir Eldgjá, til fjalla við Langasjó og Síðuafrétt með Lakagígum.

Ófæra. Nyrðri- og Syðri-Ófæra falla báðar í Skaftá úr Eldgjá. Hin nyrðri kemur upp í Blautulónum, norðan undan Skælingum. Fyrst rennur hún um breiðar leirur og svo ofan í Eldgjá í tveimur fallegum fossum. Svo liggur leið hennar suður Elgjá og út um skarð til Skaftár. Hin syðri á upptök sín í Ófærudal austan Torfajökuls. Út úr Eldgjá fellur hún í miklu gili, Hánípugili, með fögrum fossi niður á Hánípufit og í Skaftá. Þessar ár verða ekki vatnsmiklar nema í miklum leysingum og vatnavöxtum.

Óhætt að fullyrða, að þessi landshluti lætur engan sem um hann fer, ósnortinn.

Fjallaskálar Útivist:
Utivist Alftavotn hut
Utivist Mountain Hut Skaelingar
Utivist Mountain hut Strutur
Utivist Mountain Hut Sveinstindur
Utivist Mountain Hut – Dalakofinn

Myndasafn

Í grennd

Ófæra við Eldgjá
Ófæra. Nyrðri- og Syðri-Ófæra falla báðar í Skaftá úr Eldgjá. Hin nyrðri kemur upp í Blautulónum,  norðan undan Skælingum. Fyrst rennur hún um breiða…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )